Saga - 1981, Page 59
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
57
lágmarksstærð þorsks yrði 50 cm. Það kom einnig fram, að
Bretar vildu fallast á friðunaraðgerðir íslendinga, tækju þær til
allra, sem veiðar stunduðu við ísland. Var þeim í þessu samþandi
bent á samninginn við Vestur-Þjóðverja.
í lok umræðnanna um leyfilegan hámarksafla kom i ljós, að
Bretar voru fúsir að láta íslendinga ákveða hann, en fóru fram á
að hljóta tiltekinn hundraðshluta (28%) af þeim afla, og skyldi
t>að vera að mestu þorskafli. Forsætisráðherra sagði, að í
umræðum um hugsanlega aflaskiptingu milli þjóðanna, hafi hann
lagt á það megináherslu, að Bretar viðurkenndu forgangsrétt
strandríkisins.
Lokadag viðræðnanna lagði íslenska nefndin fram eftirfarandi
skjal1 varðandi þorskveiðar á íslandsmiðum: „Heildar leyfilegur
hámarksafli á íslandsmiðum árið 1976-77 verði 265 þús. lestir (35
þús. tonna hækkun frá tillögu fiskifræðinganna). Aðrar þjóðir
hafa eða munu fá heimildir til að veiða um 20 þús. lestir, þannig
að eftir yrðu um 245 þús. lestir. Afli íslendinga nokkur undanfar-
in ár hefur verið um 240 þús. lestir.“2 Síðan voru ræddar ýmsar
leiðir um hvernig hægt væri að skipta 245 þús. tonnunum milli
Breta og íslendinga.
Bú fyrsta, kanadíska reglan, mælti svo fyrir, að afli strand-
r'kisins yrði óbreyttur. Þetta þýddi 5 þús. tonna afla handa Bret-
um, sagði ráðherra, og væri ekki líklegt til lausnar. Önnur leiðin
Var prósentureglan. Hún þýddi, að Bretar og íslendingar deildu
aflarýrnun í sömu hlutföllum og afli þeirra var 1975. Það hefði í
för með sér að afli Breta minnkaði um 28 þús. tonn, yrði 72 þús.,
en afli íslendinga minnkaði um 67 þús. tonn. Þessi regla var því
óaðgengileg fyrir íslendinga. í þriðja lagi kæmi til álita jöfn
aflaminnkun beggja. Það þýddi að mismuninum á afla þjóðanna,
sem samtals var 340 þús. tonn og hinum leyfilega hámarksafla,
245 þús. tonnum (265-20 = 245), yrði skipt jafnt niður. Afli
1 Forsætisráðherra tók fram síðar, að hér hefði verið um hugmynd að ræða,
en ekki tilboð (Alþingistíðindi, bls. 1715-1716).
2 Alþt. bls. 1687.