Saga - 1981, Page 60
58
ALBERT JÓNSSON
íslendinga mundi þá minnka um 19,7%, en heildarþorskafli Breta
um 16,8%.1 Þessi regla gengi fram hjá forgangsrétti strandríkis-
ins. Fjórða reglan fólst í forgangsrétti íbúa strandríkis, sem
byggðu afkomu sína á fiskveiðum. Þessi regla hefði verið sam-
þykkt á Genfarráðstefnunni 1958, m.a. með atkvæði Breta. Hún
fól líkt og sú kanadíska í sér að afli Breta yrði 5 þús. tonn.2
Á fundum lögfræðilegra ráðunauta, sem þátt tóku í
viðræðunum, kom fram, að Bretar vildu ekki samþykkja nein
ákvæði, sem fælu í sér viðurkenningu á 200 mílunum og/eða
yfirráð íslendinga yfir þeim. Þeir sögðust hins vegar mundu beita
sér fyrir gildistöku á bókun 6. Bretar lögðu á það áherslu, að öll
önnur atriði en aflamagn réðust, í hugsanlegum samningi, af
aflamagninu sjálfu.3.
Þeir viðurkenndu aðeins rétt íslendinga til að ákveða leyfilegan
hámarksafla. Krafa þeirra um prósentuhlut af aflanum (28% eða
65-75 þús. tonn) og afstaða þeirra til forgangsréttar strandríkisins
og skilningsleysi á mikilvægi fiskveiða fyrir íslendinga voru hins
vegar á þann veg, sagði ráðherra, að samkomulag gat ekki náðst.
Hefði sú niðurstaða þegar verið tilkynnt bresku stjórninni.
Jafnframt hafði verið tekið fram, að íslenska stjórnin væri
reiðubúin til að taka upp viðræður um samkomulag til skamms
tíma. Sagði ráðherra, að hér væri átt við t.d. 3 mánuði. ítrekaði
hann að lokum þann vilja íslendinga að finna friðsamlega lausn á
deilunni og hvatti þjóðina til samstöðu.4
í yfirlýsingum breskra ráðherra um viðræðurnar kom aftur
fram, að Bretar ætluðu að veiða á íslandsmiðum í framtíðinni og
fá aukið aflamagn, þegar fiskstofnarnir hefðu rétt við.5 í reynd
var það lítil eftirgjöf, að íslendingar fengju sjálfir að ákveða há-
marksafla „innan vissra lágmarka og hámarka“ eins og
1 Hann var um 280.000 tonn, þ.e. úr Barentshafi, Norðursjó og íslandsmiðum
(Alþt.).
2 Ibid, bls. 1687-1688.
3 lbid, bls. 1688-1689.
4 Ibid, bls. 1689-1690.
5 905 HC Deb., 1516, 19th February 1976.
I
1