Saga - 1981, Page 61
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
59
Callaghan orðaði það,1 þar sem Bretar vissu, að íslendingar hlytu
að hafa hann svo háan, að nægði þeim sjálfum.2 Ennfremur kom
í ljós, að íslendingum var boðin efnahagsaðstoð,3 en ekki var sagt
í hverju hún átti að felast.
Lúðvík Jósepsson talaði næst á eftir forsætisráðherra. Deildi
hann hart á ríkisstjórnina fyrir að halda málinu leyndu svo lengi
sem orðið var. Kvað hann tillögur Breta vera á þá lund að þeim
hefði mátt svara strax. Ennfremur deildi hann á stjórnina fyrir að
vilja gera samkomulag til skamms tíma. Krafa Alþýðubandalags-
ins væri engir samningar og væri flokkurinn reiðubúinn til
samstarfs við aðra flokka um eflingu Landhelgisgæslunnar og
aðrar ráðstafanir til þess að þjóðin gæti haldið út í deilunni.4
Einar Ágústsson sagði afstöðu Framsóknarflokksins í samræmi
við ræðu forsætisráðherra. Viðræður og samningar eftir
aðstæðum væri stefna ríkisstjórnarinnar, og slíkt hefði einnig
verið stefna fyrrverandi stjórnar (vinstri stjórnarinnar
1971-1974).5
Hann minntist á NATO og sagði, að hinir óliklegustu menn
væru nú farnir að hafa mikla trú á bandalaginu. Kvaðst hann
sammála Lúðvík, að ýmsar leiðir gætu legið til sigurs í landhelgis-
ntálinu (þ.á m. þrýstingur á NATO og Bandaríkin), enda væri
ekkert nýtt i þeim tillögum. ,,En við þurfum auðvitað að athuga
Þessi skref vel, því að það er ekki endilega víst, að okkar mesti
ávinningur sé að standa aleinir og eiga hvergi aðstoðar að
vænta.“6 Þessi orð eru athyglisverð. Þau fela hugsanlega í sér ein-
hverskonar ábendingu um, hve sú þrýstistefna, sem þegar hafði
verið fylgt, mætti ganga langt, a.m.k. á þessu stigi.
1 London Press Service. Late Section (Regional). 3rd February 1976. Item.
Statement by Mr. Callaghan on Icelandic Reply over Fishing Dispute, bls. 2.
2 London Press Service. Verbatim Service 071/76. 9th March 1976. Mr.
Hattersley on lcelandic Dispute, bls. 2 (Hattersley fjallaði um þetta í öðru
sambandi en bent er á hér).
3 London Press Service. Late Section (Regional). 3rd February 1976, op.cit.,
bls. 2.
4 Alþingistíðindi, bls. 1690-1693.
5 Stjórnarandstæðingar sögðu, að nú gegndi allt öðru máli.
6 Ibid, bls. 1969.