Saga - 1981, Síða 62
60
ALBERT JÓNSSON
Benedikt Gröndal var samþykkur því að leggja ekki hömlur á
áframhaldandi viðræður af diplómatískum ástæðum. Hann taldi,
að margir, sem áhrif hefðu á hafréttarráðstefnunni, dæmdu aðrar
þjóðir verulega eftir diplómatískri framkomu, auk þess sem
viðræður gæfu tækifæri til að kynna málstaðinn. Spáði hann því
að breska stjórnin sendi ekki herskipin aftur á vettvang vegna þess
hve stutt væri til hafréttarráðstefnunnar í New York (hófst í
mars). Þetta breytti þó ekki þeirri afstöðu hans, að þorskaflinn
væri ekki til skiptanna. Engin gagnrýni kom fram hjá Benedikt á
NATO.1 Karvel Pálmason var á sama máli og Lúðvík um aðgerðir
til lausnar.2
Forsætisráðherra talaði aftur og ítrekaði fyrri yfirlýsingar, um
að Bretar veiddu á íslandsmiðum með eða án samninga. Menn
yrðu einnig að hafa í huga, að aflamagnið segði ekki allt, heldur
væri samsetning aflans ekki síður mikilvæg, þ.e. hve mikið væri i
honum af ungfiski. Slíkar veiðar mætti stöðva með samningum,
þar sem tekið væri tillit til friðunarráðstafana.3 Þessu vísaði
stjórnarandstaðan á bug í samræmi við stefnu sína.
Callaghan, Hattersley og Fred Peart sjávarútvegsráðherra boð-
uðu til fréttamannafundar, eftir að svar íslensku stjórnarinnar
hafði borist. Callaghan sagði á fundinum, að klippti islenskt
varðskip á togvira eins togara í viðbót, þýddi það sjálfkrafa
endurkomu herskipanna. Mun ráðherrann hafa barið í borð það,
sem hann sat við, til áherslu orðum sínum. Hann tók vel í þá hug-
mynd að eiga viðræður um samkomulag til skamms tíma, en
fannst að togararnir ættu að fá að veiða óáreittir meðan á slíkum
viðræðum stæði.4
Svo virðist sem íslenska rikisstjórnin hafi ekki búist við, að her-
skipin yrðu send aftur á vettvang. Morgunblaðið átti viðtal við
Einar Ágústsson, og bjóst hann við, að viðræður við Breta hæfust
að nýju, áður en langt um liði og þá í Reykjavík. Sagði hann, að
breski sendiherrann hefði komið í utanrikisráðuneytið 4. febrúar
1 Alþt., bls. 1696-1699.
2 Ibid, bls. 1697-1703.
3 Ibid, bls. 1704.
4 Mbl. 4. febrúar 1976. Sjá og nmgr. 3, bls. 59.