Saga - 1981, Page 64
62
ALBERT JÓNSSON
styrkur frá norsku stjórninni, en fulltrúi hennar fordæmdi flota-
íhlutunina og sagði stjórn sína telja deiluna óleysanlega, meðan
herskipin væru á miðunum. Engin ályktun kom frá fundum fasta-
ráðsins, en Tómas Tómasson fastafulltrúi íslands sagði, að
umsvifin sýndu, hve málið væri talið alvarlegt.1
Luns var um þessar mundir í Bandaríkjunum til almennra við-
ræðna um NATO við ráðamenn þar. Hinn 6. febrúar hringdi
hann i utanrikisráðherra. Að sögn Einars, í viðtölum við Tímann
og Morgunblaðið 7. febrúar, lýsti Luns yfir áhyggjum sinum
vegna fyrirhugaðra stjórnmálaslita. Kvaðst hann mundu ræða við
Joseph Sisco aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og gera
ýmislegt fleira til að lægja öldurnar, eins og ráðherra komst að
orði. Þá sagði Einar, að vestur-þýski sendiherrann hefði komið að
máli við sig og tilkynnt sér, að Helmut Schmidt kanslari Vestur-
Þýskalands og Hans Dietrich Genscher utanríkisráðherra mundu í
opinberri heimsókn til London (hún hófst 8. febrúar) leggja
megináherslu á landhelgismálið í viðræðum sínum við breska
ráðamenn og reyna að greiða fyrir lausn. Áður en heimsóknin
hófst formlega, hélt Schmidt ræðu í Utanríkismálaklúbbnum í
London. Þar fjallaði hann m.a. um þorskastríðið og kvað vestur-
þýsku stjórnina og NATO hafa miklar áhyggjur af málinu.
Kvaðst hann ætla að ræða deiluna við Wilson.2
í viðtali við utanríkisráðherra, sem Tíminn birti 6. febrúar,
sagði Einar það sína skoðun, að slíta ætti stjórnmálasambandinu
strax, enda væri það í samræmi við fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar. Kvaðst hann telja, að hún héldi sig við þá yfirlýsingu.
Þennan dag var flotaíhlutunin rædd i ríkisstjórninni, og var þá
ákveðið að fresta um sinn stjórnmálaslitum. í viðtali við Tímann
sagði utanrikisráðherra að þessi ákvörðun kæmi til vegna
,,atferlisins“ innan NATO eins og hann orðaði það og vegna
stuðningsyfirlýsingar norsku stjórnarinnar. Ennfremur sagði
hann, að stjórnmálasambandsslit væru aðgerð, sem unnt væri að
koma í kring á skjótan hátt, ef aðstæður krefðust þess.3
1 Mbl. 7. febrúar 1976.
2 Ibid.
3 Tíminn 7. febrúar 1976.