Saga - 1981, Page 66
64
ALBERT JÓNSSON
um.... Nú er þrýstingur á Breta, spennan er þeirra megin og við
skulum láta næstu daga leiða í ljós hvort þeir láta af aðgerðum
sínum á íslandsmiðum, hernaðaríhlutun.“1
Karvel Pálmason talaði tvisvar. í síðara skiptið ræddi hann um
NATO og herstöðvarnar og taldi, að það væri hlutverk NATO að
koma herskipunum út fyrir. Þá gætu íslendingar sigrað einir í
þorskastríðinu. Hann væri ekki að fara fram á það, að NATO eða
aðrir ynnu það fyrir íslendinga.2 Svipaða yfirlýsingu hafði Lúðvík
gefið áður (sjá bls. 46-47).
Auðvitað voru það herskipin, sem stóðu í vegi fyrir sigri
íslendinga, og þar með væri það NATO, sem ynni stríðið, tækist
þvi að knýja Breta til að draga þau til baka. — Karvel kvaðst
vilja, að leitað yrði til varnarliðsins, og tók fram, að hann væri
ekki eindreginn andstæðingur NATO.3
Eins og áður sagði heimsótti Luns Bandaríkin. Átti hann við-
ræður við ýmsa háttsetta menn svo sem Sisco aðstoðarutanríkis-
ráðherra, Rumsfeld varnarmálaráðherra, Kissinger utanríkis-
ráðherra og Gerald Ford forseta. í viðtali við Morgunblaðið 11 •
febrúar sagði Haraldur Kröyer sendiherra íslands í Washington,
að samkvæmt þeim upplýsingum, er hann hefði aflað sér
(aðallega með viðtölum við Sisco), hafi Bandarikjamenn forðast
að blanda sér ,,efnislega“ í málið. Þeir teldu sig eiga erfitt með
það og vildu einungis reyna að stuðla að því, að deiluaðilar héldu
öllum dyrum opnum, svo að viðræður hæfust. Þessa túlkun
sendiherrans staðfesti Luns í viðtali við Morgunblaðið 13.
febrúar.
Þegar íslensk stjórnvöld höfðu hafnað tillögunum, sem breska
stjórnin lagði fram í janúarviðræðunum, tilkynnti Callaghan, að
stjórnin hygðist ræða það við fulltrúa sjávarútvegsins að Bretar
drægju sjálfviljugir úr afla sínum á íslandsmiðum, þannig að um
1 Alþt., bls. 1791.
2 Ibid, bls. 1794.
3 ,,Ég tala hér ekki sem afgerandi málsvari þess að við séum ekki aðilar að
Atlantshafsbandalaginu....“ (Ibid, bls. 1794).