Saga - 1981, Page 68
66
ALBERT JÓNSSON
febrúar var stjórnmálasambandinu slitið. Tók norska sendiráðið í
London að sér að gæta hagsmuna íslendinga í Bretlandi.
Á miðunum ríkti harka í átökunum. Landhelgisgæslan hafði
sig meira í frammi en áður og klippti frá 5. febrúar til mánaðar-
loka á togvíra 12 togara. Ásiglingar urðu 61 og þær harkalegustu
hinn 24. febrúar, er siglt var bæði á Þór og Tý. Vegna þessara
ásiglinga spunnust umræður á Alþingi. Þar ítrekuðu þingmenn
Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna
fyrri kröfur um aðgerðir gegn NATO og varnarliðinu. Fram kom
hjá þingmönnum Alþýðuflokksins, að þeir töldu ekki líklegt til
árangurs að íslendingar segðu sig úr NATO. Yrði það gert og eng-
inn árangur fengist, væru íslendingar einangraðir á eftir. Lúðvík
svaraði því til, að færi svo, mundu íslendingar efla Landhelgis-
gæsluna og berjast áfram. Tók hann fram, að hann væri ekki á
þessari stundu að leggja til að íslendingar segðu skilið við banda-
lagið. Hann kvaðst vita, að meira þyrfti til. Það, sem hann hefði
lagt til, væri að slíta samstarfinu við NATO, meðan breski flotinn
væri innan 200 mílnanna.2
í umræðum þessum kom fram fyrirspurn frá þingmönnum
stjórnarandstöðunnar um málamiðlunartilraunir Knut Fryden-
lunds utanríkisráðherra Noregs, en hann hafði nú hafið bein
afskipti af þorskastríðinu. Hinn 23. febrúar fór hann snögga ferð
í einkaþotu til Brússel. Þar átti hann einnar klukkustundar fund
með Luns, að því er sagt var, um hugsanlega málamiðlun norsku
stjórnarinnar. Sagði Luns, að nú væri beðið eftir viðbrögðum á
íslandi og Bretlandi við tillögum Frydenslunds.3 Fram kom í við-
tali Tímans við utanríkisráðherra, að Frydenlund hefði hringt í
hann og sagst ætla til fundar við Luns. Sagði Einar, að hann færi
ekki á þann fund að beiðni íslensku ríkisstjórnarinnar.4 Hinn 11 •
febrúar hafði Frydenlund haldið ræðu á fundi norska
Verkamannaflokksins í Björgvin. Þar sagði hann, að hér væri um
1 Björn Þorsteinsson, op.cit., bls. 230-231.
2 Alþingistíðindi, bls. 2170-2197.
3 Mbl. 24. febrúar 1976.
4 Tíminn 24. febrúar 1976.