Saga - 1981, Page 72
70
ALBERT JÓNSSON
við stefnu Tímans. Sagði Morgunblaðið (Staksteinar), að for-
sætisráðherra hefði margsinnis sagt að ekki kæmi til greina að
segja íslendinga úr NATO. Hann hefði í greininni verið að vara
við því, að landhelgisdeilan væri nú notuð til að grafa undan
NATO. Nú þyrftu stuðningsmenn NATO að standa vörð um að-
ildina, en ekki „hlaupast undan merkjum og elta meint almenn-
ingsálit, sem fyrst og fremst kemur fram í hávaðasömum
fundarsamþykktum smáhópa, eins og stjórnmálaskrifarar Tím-
ans bersýnilega vilja gera.“1 í raun réttri má segja, að túlkun
beggja blaðanna á ummælum Geirs hafi verið rétt, en um áherslu-
mun hafi verið að ræða. Rétt er hjá Morgunblaðinu, að ráð-
herra lýsti ekki andstöðu við NATO, en um leið má telja
rétt hjá Tímanum, að í ummælum hans hafi falist samþykki við
þá afstöðu Tímans að svo kynni að fara að það væri ekki í valdi
ríkisstjórnarinnar að hindra að ísland yrði sagt úr NATO vegna
þrýstings kjósenda.
í febrúarlok gripu menn á Suðurnesjum og á Hornafirði til
sömu aðgerða og í janúar, og nú var Keflavíkurflugvelli einnig
lokað. Forsætisráðherra kallaði forsvarsmenn aðgerðanna á sinn
fund, og létu þeir af þeim fyrir hans orð. Einn þeirra sagði Þjóð-
viljanum, að ráðherra hefði sagt aðgerðirnar geta orðið málstað
íslendinga til tjóns, en verið væri að afla honum fylgis á erlendum
vettvangi. Forvígismaður Hornfirðinga (Geir hringdi þangað)
sagði, að ráðherra hefði sagt við sig, að „unnið væri ötullega að
málunum bak við tjöidin....“2 Kvaðst hann hafa tjáð Geir, að
þeir skyldu láta af aðgerðunum, en ekki fyrir hans orð, heldur í
samræmi við ákvörðun Suðurnesjamanna og að aftur yrði gripið
til aðgerða, ef þurfa þætti. Sagði hann Þjóðviljanum, að hér hefði
verið um að ræða samvinnu manna úr öllum flokkum. Gagnrýndi
blaðið forsætisráðherra fyrir afskipti hans og mótmælendur fyrir
að verða við ósk hans.3 í forystugrein blaðsins daginn eftir var
hann gagnrýndur fyrir að hafa oftsinnis lýst yfir því að
1 Mbl. 10. mars 1976. Bls. 7, d.3.
2 Þjóðviljinn 2. mars 1976. Bls. 2, d.5.
3 Ibid 20. mars 1976.