Saga - 1981, Page 75
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
73
virtist yfirmaður freigátunnar algjörlega missa stjórn á sér og lét
skip sitt bókstaflega fara á fullri ferð á Baldur. Hann lenti þá
mJög aftarlega á Baldri (sem er skuttogari og mjög sterkbyggður
aftan til) á stjórnborðshornið að aftan. Við það rifnaði freigátan
a bakborðshlið á mótum milliþilfara. Þar rifnuðu stálplöturnar
°8 ein átta bönd hrukku í sundur, en þetta er á u.þ.b. átta metra
kafla. Við sáum þegar rifan kom á herskipið, og það var stórfeng-
le§ sjón að sjá eldglæringarnar standa í allar áttir. Þegar gatið
kom á freigátuna sáum við m.a. skáp og allskonar drasl detta út
Um gatið. Þá fór mikill sjór inn um gatið er freigátan valt.“1
Nú kom Galatea á vettvang og kallaði til skipherra Baldurs,
Höskulds Skarphéðinssonar, ,,að svona ásiglingartilraunum yrði
Svarað á viðeigandi hátt og á þann hátt sem þeir teldu áhrifa-
r'kastan.“2 Tóku menn á freigátunni sér nú stöðu við 40 mm
loftvarnarvélbyssur, að sögn Hálfdánar, og við eldflaugapalla.
^ar byssunum beint að Baldri, sem hélt til lands, en Galatea elti
a^ 12 mílunum. Af Diomede er það að segja, að hún varð að
halda til Bretlands til viðgerðar. Hafði Baldur áður sent Yarmouth
^'101 þangað slíkra erinda eftir ásiglingu 28. febrúar.3 Er
^iomede kom til hafnar, sagði skipherra hennar, að Baldur hefði
rist freigátuna ,,eins og dósahnífur.“ Rifan var 20 feta löng,
sameiginleg barstofa áhafnarinnar skemmdist mikið og mynd af
'hppusi Bretaprins eyðilagðist. Mynd af konu hans, Bretadrottn-
lngu, tókst naumlega að bjarga frá þeim örlögum.4
ffinn 1. apríl gerðu freigáturnar Tartar F-133 og Sailsbury F-32
aðför að Tý og nutu til þess aðstoðar tveggja dráttarbáta. Þetta
gerðist um 40 sjómílur austur af Langanesfonti. Stóð eltingaleik-
Unnn í 9 klst. og sigldu freigáturnar samtals sjö sinnum á
v'arðskipið. Litlar skemmdir urðu á því, en á Tartar komu 2 göt.
ar gert við þau á staðnum.5 Hinn 3. apríl sigldi Scylla F-71 á
Mbl. 30. mars 1976 Bls. 3, d.l.
2 Ibid, bls. 3, d.2.
3 Ibid.
5 Daily Mail 30. mars 1976.
Mbl. 2.-3, apríl 1976.