Saga - 1981, Page 76
74
ALBERT JÓNSSON
Óðin, en án verulegs tjóns. Var nú allt fremur rólegt þar til undir
lok mánaðarins.
Ásiglingarnar i mars höfðu valdið því, að landhelgismálið hafði
tvisvar verið rætt á Alþingi að kröfu stjórnarandstöðunnar. Var
þar flest á sömu bókina lært sem áður: ríkisstjórnin ásökuð um
linku og stefnuleysi. Þessar vikur, og reyndar það sem eftir var,
var mikið um það rætt að efla þyrfti Landhelgisgæsluna. Hafði
dómsmálaráðherra farið fram á það, að Bandaríkjamenn lánuðu
hraðskreiða fallbyssubáta, en fengið synjun.1
í umræðum utan dagskrár 30. mars kom fram í ræðum Lúðvíks
Jósepssonar, að Alþýðubandalagsmenn litu á NATO og herstöðv-
arnar sem þau pólitísku vopn, er íslendingar hefðu yfir að ráða:
,,við eigum að grípa til þeirra pólitísku vopna sem við ráðum yfir
til þess að knýja Bretana til undanhalds ... fyrsta aðgerðin í þeim
efnum ætti að vera að við kölluðum heim sendiherra okkar hjá
NATO.... (síðan) tilkynna yfirstjórn NATO að ef NATO herfloti
Breta.... væri ekki farinn út úr okkar fiskveiðilögsögu innan til-
tekins tíma, þá mundum við grípa til þeirra mótaðgerða að loka
einnig fyrir NATO þeim herstöðvum sem það hefur í okkar
landi.... (og hafi það ekki áhrif) ... þá munum við ganga úr
bandalaginu....“2 Þessi orð er vart hægt að túlka öðruvísi en svo,
að NATO hafi verið eina pólitíska vopnið, að áliti Lúðvíks, sem
tiltækilegt var, en það ætti að nota ,,til þess að knýja Bretana til
undanhalds....“, eins og hann sagði (sbr. fyrri yfirlýsingar um að
íslendingar ættu sjálfir að leysa deiluna).
Kröfum um aukinn pólitiskan þrýsting svaraði Ólafur Jó-
hannesson á þann veg, að hann væri sammála. Pólitískum
þrýstingi hefði verið beitt og slíku yrði haldið áfram, og
hann hefði þegar skilað nokkrum árangri. Ráðherra kvaðst skilja
vel þá, er þætti NATO ekki hafa gert nóg. Hins vegar sagðist
hann álíta ,,að öllum gæti verið hollt að íhuga það hvernig Bretar
hefðu hagað sér á íslandsmiðum ef íslendingar hefðu ekki ásamt
1 Hér er um viðamikið mál að ræða að efni til. Er því sleppt hér vegna rúm-
leysis, enda voru áhrif þess á gang deilunnar mjög litil (sjá þó bls. 80).
2 Alþingistiðindi, bls. 2814.