Saga - 1981, Page 79
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
77
1 höfn, svo að áhafnir gætu hvílst og eðlilegt viðhald farið fram,
ekki s*st á öllum þeim flóknu og viðkvæmu rafeindatækjum, sem
eru Um borð í nútímaherskipum, og urðu að vera í lagi og rétt
stlllt, kæmi til átaka við veigameiri fjendur en íslendinga. Fregnir
1 Bretlandi hermdu, að innan flotans væru menn orðnir þreyttir
og leiðir á þorskastríðinu, og að m.a. hefði för 10 herskipa til
ndlandshafs verið aflýst vegna skipafæðar, sem af því leiddi.1
Hinn 3. maí settu togaramenn stjórn sinni þá úrslitakosti, að
Peir mundu yfirgefa miðin á hádegi 5. maí fengju þeir ekki
u Inægjandi vernd og skattfrjálsar fjárbætur fyrir aflamissi.2
drei varð úr, að þeir fengju skaðabætur, en 6. maí, daginn eftir
u togararnir sneru aftur á miðin fyrir orð útgerðarmanna, var 2
migátum bætt við verndarflotann. Þar með voru 6 skip að jafn-
u 1 á miðunum, sem þýddi heildarflota upp á 18 freigátur af þeim
. ’ sem Bretar áttu alls.3 Þegar yfirforingi verndarflotans
ynnti togaramönnum um liðsaukann, var því bætt við að sögn
^ndhelgisgæslunnar, að verndin yrði ,,algjör.“ Sagði foringinn
aö herskipin hefðu nú heimild til að gera hvað sem væri gegn
. frðskipunum, svo togararnir mættu veiða í friði.4 Var ekki
at'ð S1tja við orðin tóm.
Togararnir hófu nú veiðar í hnapp út af Hvalbak. Laust eftir
ukkan 9 um kvöldið 7. maí hófu freigáturnar aðför að varðskip-
Unum. Var siglt þrisvar á Óðin, þrisvar á Tý og einu sinni á
dur. Voru ásiglingarnar á Tý og Baldur afdrifaríkastar. Fyrsta
as'glingin varð, er Mermaid sigldi á Baldur. En það fór fyrir henni
flns °8 Hiomede 27. mars, að stjórnborðsafturhorn Baldurs varð
lr arekstrinum.5 Miklar skemmdir urðu á freigátunni og þurfti
Un að fara sömu leið og Diomede, þ.e. til Bretlands til viðgerðar.6
Daily Telegraph 15. mars 1976 („French Keep 25 Ships in Indian
Ocean“).
Tlle Times 4. maí 1976.
lb‘d 7. maí 1976.
^hl. 7. maí 1970,
Uað er athyglisvert hvað Bretar voru óheppnir að ,,hitta“ svo oft þetta horn
skuttogarans.
Mbl- 7. maí 1976.