Saga - 1981, Page 80
78
ALBERT JÓNSSON
Ásiglingunum á Tý virðist hafa verið ætlað að sökkva skipinu.
Guðmundur Kærnested skipherra Týs sagði svo frá: „Falmouth
hafði fylgt okkur eftir eins og skuggi og allt i einu vissi ég ekki fyrr
en Falmouth setur á fulla ferð, u.þ.b. 35 milur (og) beygir snöggt í
30 gráður á okkur. Þetta gerðist svo snöggt að ég hafði ekki tíma
til að hringja út. Menn voru í kojum.... Eins og hendi væri veifaði
kom Falmouth á ógnarhraða og lenti á Tý aftan til við miðja síðu
bakborðsmegin. Þegar þetta gerðist vorum við á 19 sjómílna
hraða. Þegar freigátan lenti á okkur reyndi ég að beygja frá, en
tókst ekki. Týr snerist bókstaflega 180 gráður á stefni freigátunn-
ar og allt þangað til hann losnaði. Okkur telst nú til að varðskipið
hafi lagst í meira en 70 gráður á stjórnborða. Sjó tók inn í þyrlu-
skýli, þar sem nokkrir menn voru. Þeir vissu ekkert fyrr en þeir
stóðu allt í einu sjó upp undir brjóst. Það hefði getað farið illa, ef
þessir menn hefðu ekki náð í handfestu."1 Við ásiglinguna
stöðvuðust bakborðsvél og bógskrúfa Týs. Samt sem áður tókst
varðskipsmönnum örskömmu siðar að klippa á báða togvíra
togarans Carlisle Gy-681. Freigátan, sem hafði stórskemmst á
stefni, sigldi þá aftur á Tý. Var sú ásigling álíka hörð og festust
skipin þannig saman, að vegna skemmdanna á stefni
freigátunnar, beit hún sig fast ofan í þilfar Týs. Varð að setja
varðskipið á fulla ferð aftur á bak til þess að losa það frá.
Dráttarbáturinn Statesman veitti Tý eftirför að 12 mílum, en tókst
ekki ásigling. Ekkert manntjón varð um borð í varðskipinu, en
menn hlutu skrámur og ákomur. ,,Það hefðu engin skip önnur en
Týr og Ægir þolað þessi högg“, sagði Guðmundur. ,,Þar sem
freigátan lenti á okkur er 44 mm þykkt stál í byrðingnum.“2 Týr
fór í slipp í Reykjavík, en Falmouth til viðgerðar í Bretlandi. Þessi
hrottalega aðför að varðskipunum bar því þann árangur, að eitt
þeirra var úr leik í bili, sem væntanlega hefur glatt menn í breska flota-
málaráðuneytinu.3 Eftir siglingu Gurkha F-122 á Óðin 7. ma>
1 Mbl. 8. maí 1976. Bls. 14, d.l.
2 Ibid, d.5.
3 Sjá bls. 76-77.