Saga - 1981, Page 81
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
79
(varðskipið skemmdist litið, en freigátan talsvert) voru allar frei-
Saturnar, sem eftir voru á miðunum, meira og minna laskaðar.1
Togaramenn voru mjög ánægðir með aðgerðir flotans, en að
Sama skapi óánægðir vegna þeirra daufu undirtekta sem
bótakröfur þeirra fengu.2 Það mál var endanlega afgreitt 18. maí,
er breska stjórnin tilkynnti, að um engar bætur yrði að ræða.3
Hinn 7. maí hafði það gerst á hafréttarráðstefnunni, sem þá sat
1 New York, að lagður var fram endurskoðaður heildartexti um
%ktun ráðstefnunnar í hafréttarmálum. í honum voru tryggð öll
pau atriði, sem mestu máli skiptu fyrir íslendinga, þ. á m.
(°rgangsréttur standríkja. Á íslandi var þetta og þróun mála
V'kurnar þar á undan almennt talið bera því vitni, að Bretar væru
1 reynd búnir að tapa stríðinu. Samt sem áður var það álit
margra, að þeir væru ekki reiðubúnir að viðurkenna að svo væri, auk
Pess sem þeir teldu sig þurfa á einhvern hátt að bjarga andlitinu.
egar 4. apríl var fjallað um þessa stöðu í Morgunblaðinu
eykjavíkurbréf). Bent var á, að breska stjórnin o.fl. breskir
Uar væru líklega orðnir þreyttir á þorskastríðinu og vildu losna
m úr því. Menn yrðu samt að hafa í huga, að þjóð á borð við
reta gæfist ekki upp í þorskastríði við íslendinga. Því ætti að
auðvelda þeim að losna úr þessari ,,úlfakreppu,“ og gera þeim
ht að halda andlitinu. Stefna ríkisstjórnarinnar að ná
sarr>komulagi til skamms tíma var margítrekuð af talsmönnum
nnar á Alþingi, og á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins 7.
ma> sagði Ólafur Jóhannesson, að öllum fiskveiðideilum við Breta
°8 Vestur-Þjóðverja hefði lokið með samkomulagi. Þeir
samningar hefðu ávallt verið þannig útbúnir, að þeir hafi fært
endinga nær lokamarkinu. Aðalatriðið væri að ná lokamarkinu
8 bvi bæri að semja nú sem fyrr.4 Ólafur sagði ennfremur, að
ann hefði orðið fyrir vonbrigðum með NATO í málinu. Það