Saga - 1981, Page 82
80
ALBERT JÓNSSON
hefði ekki einu sinni treyst sér til að fordæma innrás Breta í orði.1
Kvaðst hann ekki efa, að Bandaríkjamönnum væri ekki skylt
samkvæmt varnarsamningnum að verja landhelgina, en sagðist
jafnframt hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna neitunar bandarísku
stjórnarinnar um að leigja eða selja íslendingum hraðbáta.2
Ólafur var einkum óánægður vegna yfirlýsingar Henry Kissingers
utanríkisráðherra Bandaríkjanna við Anthony Crosland, sem
orðinn var utanríkisráðherra í stað Callaghans, er nú var forsætis-
ráðherra. Þannig var mál með vexti, að Kissinger og Crosland
hittust á herflugvelli skammt utan við Grimsby 23. apríl.
Fundurinn fjallaði einkum um aðgerðir til lausnar styrjöldinni í
Rhodesíu, en daginn áður en hann fór fram, bað Skipstjóra- og
stýrimannafélag Grimsby um, að Crosland ræddi hraðbátamálið
við Kissinger.3 Að fundi loknum skýrði Crosland The Grimsby
Evening Telegraph frá því, að Kissinger hefði fullvissað hann um,
að íslendingar fengju hvorki hraðbáta frá opinberum aðilum né
einkaaðilum í Bandaríkjunum.4 — Vegna hraðbátamálsins kvaðst
Ólafur ekki skilja þá stjórnmálamenn, sem létu þannig, að svo
virtist ,,að við megum aldrei gera neitt sem kemur Bandaríkja-
mönnum í illt skap, hvað þá meira.“5 Hann ítrekaði hins vegar
það, sem hann hafði áður sagt á Alþingi (sjá bls. 74), að e.t.v.
hefði verr farið, hefðu íslendingar ekki verið í NATO.
Um þetta leyti hófust deilur milli stjórnar og stjórnarandstöðu
á þingi og í blöðum um þá ákvörðun að senda utanríkisráðherra á
fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund NATO í Osló 20. maí.
Forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið, að tilgangur-
inn væri sá að gera grein fyrir framferði Breta. íslendingar ættu
ekki að einangra sig, heldur nota NATO sem áhrifa- og kynning-
arvettvang. Færi utanríkisráðherra ekki, mundi tækifæri til slíks
1 Tíminn 8. maí 1976.
2 Sjá neðanmálsgrein bls. 74.
3 The Grimsby Evening Telegraph 23. apríl 1976.
4 Ibid 24. apríl 1976 (í Bandaríkjunum er útflutningur á vopnum háður leyf'
stjórnvalda).
5 Tíminn 8. mai 1976. Bls. 8, d.2.