Saga - 1981, Page 84
82
ALBERT JÓNSSON
skoðun, að Bretar væru orðnir að athlægi vegna þorskastríðsins.1
Hinn 15. maí fóru Samtök herstöðvaandstæðinga á íslandi í
eina af Keflavíkurgöngum sínum (eftir 8 ára hlé). Lauk henni með
ca. 6-8000 manna útifundi (upplýsingar lögreglunnar2) í Reykja-
vík. Var það meiri þátttaka en áður, og má ætla, að það hafi sýnt
vel hug almennings. Fundinum barst fjöldi kveðja frá mörgum
hagsmunasamtökum, starfsmannafélögum, skipshöfnum, stjórn-
málasamtökum o.fl.3
Hinn 17. maí lögðu þingmenn úr öllum flokkum fram tillögu
þess efnis, að íslendingar kölluðu sendiherra sinn hjá NATO
heim. Þingmenn þessir voru Ragnar Arnalds (Alþýðubandalagi),
Magnús Torfi Ólafsson (Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna), Pétur Sigurðsson (Sjálfstæðisflokki), Steingrímur Her-
mannsson (Framsóknarflokki) og Jón Ármann Héðinsson
(Alþýðuflokki). Vegna þess, hve seint hún kom fram, en Alþingi
hætti störfum 19. maí, náði hún ekki að koma til umræðu á
þinginu.4 Hún sýnir hins vegar, að andstaðan gegn NATO var nú
komin inn í raðir þingmanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
helstu stuðningsflokka bandalagsins og herstöðvanna.
Síðustu ásiglingar stríðsins urðu 22. maí. Þá sigldi Tartar F-133
á Ægi, Eastbourne á Baldur og Leander F-109 á Ver,5 en Ver
hafði þann dag skorið á báða togvíra Jacinth FD-159. Eftir
ásiglinguna á Ver kallaði skipherrann á Leander í gegnum talstöð-
ina og spurði, hvort nokkur væri fallinn.6 Við áreksturinn
eyðilagðist m.a. káeta 3. stýrimanns á Ver, og Baldur skemmdist
einnig mjög mikið. Bæði Leander og Eastbourne urðu að halda
heim til viðgerðar, en í staðinn kom Diomede (nýviðgerð eftir
áreksturinn við Baldur 27. mars) og Achilles, sem ekki hafði verið
1 Mbl. 14.-15. maí 1976.
2 Timinn 18. maí 1976.
3 Þjóðviljinn 20. maí 1976.
4 Tíminn 18. maí 1976.
5 Ver er skuttogari. Var leigður til Gæslunnar 2. mars 1976.
6 Tíminn 25. maí 1976.