Saga - 1981, Page 88
86
ALBERT JÓNSSON
leiðir NATO á Norður- og Mið-Atlantshafi, drægist styrjöldin
svo á langinn, að þær skiptu máli fyrir NATO vegna liðs- og
hergagnaflutninga og væri nægur herstyrkur eftir til slíkra
aðgerða. Ennfremur þyrfti, til að leysa þetta verkefni, a.m.k. að
neita NATO um aðstöðuna i GUIK-hliðinu. Væru kjarnorkuátök
hafin eða talið líklegt, að þau væru í þann veg að brjótast út,
fengju vernd kafbáta og gagnkafbátaaðgerðir fullkominn forgang
og hernaðaraðgerðir, s.s. árásir á flotastyrk og stöðvar, sem
ógnað gætu kafbátunum, tækju mið af því hlutverki.
Hlutverk NATO-flotans yrði að eyða eða vera reiðubúinn til að
eyða sovéskum kafbátum búnum langdrægum eldflaugum, heyja
flughemað gegn stöðvum Sovétmanna á og við Kolaskaga, taka þátt í
vörnum Noregs, verja og flytja liðstyrk til Noregs, og ráðast í
aðrar aðgerðir, sem nauðsynlegar reyndust þessum til stuðnings.
Varnir siglingaleiða og loftflutninga kæmu til, ef með þyrfti, svo
og að verja stöðvar í GUIK-hliðinu.
Á friðartímum eru herstöðvarnar á íslandi mikilvægur hluti í
eftirlits- og viðvörunarkerfi NATO. Ennfremur eru þar ratsjár-
stöðvar, sem tengjast viðvörunar- og varnarkerfi bandaríska
meginlandsins. Hér er um að ræða „Distant Early Warning“
(DEW)-stöðvar, en þær munu ekki mjög mikilvægar lengur. Fyrst
og fremst er treyst á gervihnattatækni og viðvörunarstöðvar
„Ballistic Missile Early Warning“ (BMEW) i Alaska, í Thule á
Grænlandi og í Skotlandi.
Eftirlitið, sem starfrækt er á íslandi, er þrenns konar: 1) kaf-
bátaeftirlit, sem tengist undirbúningi fyrir gagnkafbátahernað; 2)
eftirlit með ferðum flugvéla; 3) eftirlit með ferðum skipa. Án
aðstöðunnar á íslandi væru allstór hafsvæði eftirlitslaus, nema til
kæmi veruleg og mjög kostnaðarsöm aukning á umsvifum NATO a
Norður-Atlantshafi og aukið eftirlitsflug frá Skotlandi og Noregi-
Gervihnattatækni er ekki nægjanleg, einkum hvað varðar kaf-
bátaeftirlit og gagnkafbátahernað, en á þessu sviði er um að ræða
samvirkt kerfi, byggt upp af flugvélum, hlustunartækjum í sjó og
á hafsbotninum, stöðvum í landi (eða skipum, ef ekki f®st
aðstaða á landi) og gervihnöttum. Að auki er talið nauðsynlegt að