Saga - 1981, Page 90
88
ALBERT JÓNSSON
að hafa gersigrað andstæðinginn á Norður-Atlantshafi og hafa
tekið Noreg til að ná íslandi og geta beitt sér þaðan. Þótt NATO
missti aðstöðuna á íslandi áður en átök hæfust, verður að telja
ólíklegt, að Sovétmönnum tækist að leggja landið undir sig
NATO að óvörum, hvað þá að halda þvi. Veruleg aukning hern-
aðarumsvifa á hafinu umhverfis ísland mundi fylgja brottför
Bandaríkjahers af landinu og jafnvel án þeirrar aukningar yrði ill-
gerlegt fyrir sovéska flotann að flytja liðstyrk til íslands óséður,
birgja hann upp og halda þar.1 Almennt er álitið, að sovéski
flotinn geti ekki unnið lönd fjarri heimalandinu og undir árásum
Vesturveldanna.
Stjórnmálaleiðtogar, herforingjar og hermálasérfræðingar
þeirra vinna ekki eftir svo bjartsýnum kenningum sem þessum.
Óvissa um veigamikil hernaðarleg og stjórnmálaleg atriði, sú
óvissa, sem fylgir öllum áætlunum og getgátum um framtíðina, og
það hve mistök á þessu sviði geta haft afdrifarikar afleiðingar,
leiða til þess, að menn gera ráð fyrir hinu versta við áætlanagerð og
stefnumótun. Johan Jörgen Holst fræðimaður, sem varð aðstoð-
arvarnarmálaráðherra Noregs árið 1976, benti á það 1975, að
hætta gæti orðið á togstreitu milli auðlindasjónarmiða og öryggis-
sjónarmiða innan hugmyndafræði íslendinga í stjórnmálum inn-
anlands. Afleiðingarnar gætu orðið allt annað en glæsilegar:
„Neyddust Bandaríkjamenn til að fara frá íslandi með herlið sitt,
mundi það tómarúm, er við það skapaðist, valda ótta við kapp-
hlaup (um ísland), ef hættuástand skapaðist, ótta við að ná íslandi
ekki á undan hinum aðilanum. Staða Noregs yrði miklu veikari
fyrir bragðið og öryggi Bretlands biði jafnvel skaða af. Hæfni
NATO til að hafa eftirlit með ofan- og neðansjávarumferð á Norð-
austur-Atlantshafi yrði fyrir alvarlegu áfalli. Ynnu Sovétmenn
kapphlaupið til íslands, yrði öll sjóleiðin á Norður-Atlantshafi
milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu í hættu.“2
1 Hér er einkum um hugmyndir höfundar að ræða, en umfjöllun um þessa
hluti er vandfundin í bókum.
2 Johan Jörgen Holst: „The Strategic Importance of the North Atlantic. Some
Questions for the Future“ í Cristoph Bertram og Johan J. Holst (eds.): Nev/
Strategic Factors in the North Atlantic, bls. 177.