Saga - 1981, Page 93
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
91
verið, að Noregi væri því brýnni þörf á þessum tengslum sem
meira sem farið hefur fyrir vígbúnaði Sovétríkjanna á Kolaskaga
eftir 1960.1 Þegar Geir Hallgrimsson fór í opinbera heimsókn til
^°regs í september 1975, sagði Bratteli forsætisráðherra Noregs,
að Noregur og ísland væru í NATO til að tryggja öryggi sitt. Slíkt
vasri aðeins gerlegt innan varnarsamstarfs sem NATO. Mikilvægi
samstarfsins sæist glöggt á þeirri auknu áherslu, sem lögð væri á
óryggismál á hafinu undan ströndum Norðvestur-Evrópu.2
Spurningin um erlendar herstöðvar á norskri grund er svo
mikið hitamál, að það er og hefur verið stefna Norðmanna að
slíkt kæmi ekki til greina. Hefur þetta valdið töluverðum erfið-
jeikum í samstarfinu við NATO, t.d. er framkvæmd skuldbind-
'nga þess um aðstoð, ef Noregur yrði fyrir árás, ekki sögð eins
fýsileg fyrir vikið. Ennfremur hefur þróun kafbáta og sá
möguleiki, að brátt verði kleift að skjóta kjarnorkueldflaugum úr
kafbátum frá hafinu við Norður-Noreg eða úr norskum fjörðum
f'l Bandaríkjanna, valdið því, að Bandaríkjamönnum er nú miklu
meira í mun að fá aðstöðu í Noregi eða koma í veg fyrir að
Noregur falli í hendur Sovétríkjanna, pólitískt eða hernaðarlega.3
Ef NATO missti stöðvar sínar á íslandi, gætu norsk stjórnvöld
talið sig neydd til að samþykkja erlendar herstöðvar í Noregi til að
bæta NATO og sjálfum sér missinn. Slíkt verður ekki gert án
ntikilla pólitískra deilna, sem jafnvel gætu orðið norskri ríkis-
stjórn að falli. Því má ætla, að norska stjórnin hafi talið sig eiga
mjög ákveðinna hagsmuna að gæta í áframhaldandi veru íslands í
NATO og tilvist herstöðvanna þar og ekki viljað, að þorskastríð-
'ð yrði til þess, að þeim hagsmunum yrði ógnað.
Sá möguleiki, að ný vinstristjórn yrði mynduð, einkum ef meiri
harka færðist í deiluna við Breta án þess að séð hefði verið fyrir
endalok hennar með sigri íslendinga, hlýtur að hafa talist mjög
raunverulegur.
' Sjá NilsÖrvik. „Norwegian Foreign Policy“ í Ronald P. Barston. TheOlher
Powers, einkum bls. 52-54.
3 Mbl. 19. september 1975.
3 Nils Örvik, bls. 54-55.