Saga - 1981, Síða 94
92
ALBERT JÓNSSON
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa frá lýð-
veldisstofnun setið tveir saman í tveimur rikisstjórnum auk
þeirrar sem hér hefur komið mest við sögu (1974-1978). Sú fyrri,
1950-1953, rofnaði um tíma vegna stefnunnar gagnvart NATO og
herstöðvunum og efnahagsmála, en sú síðari, 1953-1956, vegna
varnaðarmálanna einna.1 Eftir að sú síðari rofnaði, var fyrri
vinstri stjórnin mynduð (Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag). Samstarfið við Sjálfstæðisfiokkinn á sjötta ára-
tugnum varð Framsóknarflokknum dýrt. Hann tapaði fylgi í
kosningunum 1953, m.a. til nýstofnaðs flokks, Þjóðvarnar-
flokksins, er byggði stefnu sína á andstöðu við varnarsamninginn.
Þessi flokkur hafði töluverð áhrif á stefnu Framsóknarflokksins í
varnar- og utanríkismálum. Þjóðvarnarflokkurinn missti þing-
sæti sín (2) 1956, er Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn
mynduðu saman svokallað ,,hræðslubandalag.“ Stefna þess
byggðist að hluta til á stefnu Þjóðvarnarflokksins í þessum mál-
um.2
í íslenskum stjórnmálum má greina tvo meginstefnuása, utan-
ríkismálaás og efnahagsmálaás, sem einnig má nefna hægri/vinstri
ás. Á þeim síðarnefnda liggja Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur saman hægra megin, en á þeim fyrrnefnda er stefnubil á
milli þeirra. Það bil skipar Alþýðuflokkurinn. Sá ás er þvúSjálf-
stæðisflokkur, helsti stuðningsaðili NATO og varnarsamningsins,
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna, Alþýðubandalag, helsti andstöðuflokkur NATO og
varnarsamningsins. Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins 1950-1953 var mynduð um efnahagsmál, en
rofnaði, eins og áður sagði, um tíma 1953 vegna varnarmálanna, og
upp úr slitnaði varanlega 1956 einnig vegna þeirra. Vinstri stjórn-
irnar urðu til á grunni sameiginlegrar stefnu í utanríkismálum, en
rofnuðu vegna efnahagsmála. Því má ætla, að íslenskar sam-
steypustjórnir hafi tilhneigingu til að rofna, ef eitthvert meginmál
1 Sjá Ólafur R. Grímsson: The Icelandic Multilevel Coaiition System, Table 4,
bls. 57.
2 Ibid, bls. 7.
J