Saga - 1981, Page 96
94
ALBERT JÓNSSON
stæðisflokkurinn af ofangreindri ástæðu og vegna þess að hann
varð að fara varlega í að gefa mönnum of miklar vonir um áhrif og
getu NATO í málinu. Flokknum tókst ekki að koma í veg fyrir að
svo færi, og getuleysi NATO og Bandarikjastjórnar olli gremju
meðal margar stuðningsmanna þessara aðila, m.a. innan Sjálf-
stæðisflokksins. Vandamál Alþýðubandalagsins var það, að ekki
mátti láta líta svo út, að forysta þess tryði á slíkan hagnað af
herstöðvunum og veru íslands í NATO að vinna mætti þorska-
stríð fyrir atbeina bandalagsins og stjórnarinnar í Washington.
Hér hefur aðeins verið tæpt á veigamikilli hlið þorskastríðsins.
Á köflunum hér að framan og ekki siður þeim, sem á eftir þessum
fer, sést, svo að vart leikur vafi á, að um þrýstistefnu var að ræða,
sem í heild fól í sér beinar og óbeinar hótanir gagnvart NATO og
Bandaríkjastjórn. Aðstæður allar virðast hafa verið slíkri stefnu
hagkvæmar. Hernaðarlegt mikilvægi íslands var álitið mikið og
ennfremur var talið nauðsynlegt, að pólitísk samstaða NATO-
ríkjanna væri sem mest til að tryggja sterka samningsstöðu
gagnvart Sovétríkjunum. Vaxandi andstaða gegn NATO og
herstöðvunum á íslandi, líkur á fylgisaukningu stjórnmálaafla
þeim fjandsamlegra og hætta á enn einni vinstri stjórn með brottför
Bandaríkjahers á stefnuskrá sinni hefur vart farið fram hjá
ráðamönnum hjá NATO og í ríkjum þess.
8. Utanríkisráðherrafundur NA TO og Oslóarsamningurinn
Áður en Anthony Crosland hélt til Osló, var ekki að sjá, að
stefnubreyting hefði orðið gagnvart íslendingum. Breyttrar stefnu
var hins vegar farið að gæta, þó í litlu væri, í afstöðu stjórnarinnar
til hafréttarmála. Edward Bishop aðstoðarsjávarútvegsráðherra
sagði á breska þinginu í byrjun apríl, að ljóst væri að fjöldi ríkja,
þ. á m. Bandaríkin og Kanada, sem hann tiltók sérstaklega,
hygðust færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur á árinu 1977, þótt
formlegur hafréttarsáttmáli lægi ekki fyrir. Ráðherrann tjáði
þingmönnum, að breska stjórnin mundi ,,að sjálfsögðu vera reiðu-
búin til að gera viðeigandi ráðstafanir undir slíkuiu