Saga - 1981, Page 97
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
95
*cringumstæðum,“1 sem virtist merkja, að breska stjórnin kynni
að færa út fiskveiðilögsögu, áður en sáttmáli hefði náð formlegri
staðfestingu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Snemma árs 1976 tilkynnti EBE formlega, að 200 milna
fiskveiðilögsaga væri nú í athugun hjá bandalaginu,2 en ríki þess
nttu þó eftir að tregðast við að samþykkja útfærslu fram á haustið,
begar þau féllust á hana eftir að Bretar hótuðu, að þeir mundu ella
f®ra lögsögu sína út einhliða.3 Hinn 4. maí steig breska stjórnin
fyrsta skrefið, varðandi endurskoðun á fiskveiðistefnu EBE, og
krafðist einkalögsögu allt að 50 mílum innan fyrirhugaðrar 200
ntilna lögsögu bandalagsins.4
Eins og áður sagði benti ekkert til stefnubreytingar gagnvart ís-
lendingum. Liðstyrkur sá, sem sendur var á íslandsmið í byrjun
maí, og harka Breta þar gáfu allt annað til kynna. Um leið virðist
'jóst af því, hve hratt samningar gengu fyrir sig, að breska stjórnin
hafði ákveðið að ganga mun lengra en áður og reyna til hins
ltrasta að leysa deiluna. Hún hefur vafalaust talið rétt að láta
betta ekki uppi fyrir viðræðurnar af ótta við að slíkt kynni að
Veikja samningsstöðu hennar.
Hinn 19. mai, þegar ráðherrarnir komu til Osló, áttu Crosland
°g Frydenlund með sér kvöldverðarfund í boði hins síðarnefnda.
honum loknum hringdi Frydenlund til Einars Ágústssonar og
kvað Crosland hafa hag á viðræðufundi.5 Fór Crosland með
fylgdarliði til gistihúss Einars. Að þeim fundi loknum sagði sá
Slðarnefndi, að frekari fundir hefðu ekki verið ræddir, aðeins hafi
verið skipst á skoðunum. Um fyrirhugaða ræðu sína á ráðherra-
1 909 HC Deb. 46, 5th April 1976.
HC 356. The History of the EEC Common Fisheries Policy. Appendix I to
Minutes of Evidence, bls. 100.
3 >bid, bls. 97.
4 Ibid.
Að NATO-fundinum loknum þakkaði Luns Frydenlund fyrir starf hans að
Husn málsins. í desember 1979 fékkst opinber staðfesting á því, að Knut
I rydenlund hafði mikil áhrif á að deilan leystist, m.a. frá Einari Ágústssyni.
Sjá Mbl. 4. desember 1979, Tímann 5. desember 1979 og Þjóðviljann 5.
desember 1979.