Saga - 1981, Page 99
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
97
hann þetta um þær viðræður að segja: „Kissinger sagði, að hann
hefði látið mjög sterklega í ljós við bresku ríkisstjórnina (átti fund
með Crosland stuttu áður), að Bandaríkjastjórn hefði áhuga á að
fiskveiðideilan leystist á þann hátt, sem íslendingar gætu sætt sig
við.“i
Næst átti Einar viðræður við Hans Dietrich Genscher utanríkis-
raðherra Vestur-Þjóðverja og sagði eftir þær, að sér kæmi ekki á
ovart, þótt Crosland og Genscher ættu með sér fund um bókun 6.2
Eftir að Geir kom til Osló, áttu hann og Einar viðræður við
Crosland, en höfðu áður rætt við Frydenlund og Luns.3 Á öllu
bessu sést, að miklar umræður voru bak við tjöldin þessa daga í
Osló. Sagði Einar í viðtali við Tímann 23. maí, að einkafundir og
bjaðamannafundir hefðu bætt upp daufar undirtektir í ræðum á
ráðherrafundinum sjálfum.
Nú höfðu íslensku ráðherrarnir brotið fyrri loforð um, að engar
Vlðræður yrðu, meðan herskipin væru innan landhelginnar. Benti
Ejóðviljinn á þetta, auk þess sem blaðinu fannst lítið til koma
r®ðu utanríkisráðherra á NATO-fundinum. Hefði hann ekki
verið jafn harðorður og hann hefði látið í veðri vaka, áður en
jjann hélt ræðuna.4 — Alþýðublaðið bað menn að minnast þess,
Vað kynni að hafa gerst, hefðu íslendingar ekki verið í NATO.
•jafnframt deildi blaðið, líkt og Þjóðviljinn, á ráðherrann fyrir
°samræmi í orðum og gerðum.5
^eir Crosland og Einar gáfu ríkisstjórnum sínum skýrslu um
v'ðræðurnar við heimkomuna, en ekkert var látið uppi. Hinn 26.
11131 fjölluðu þingflokkar, utanrikismálanefnd og landhelgisnefnd
Urn afrakstur viðræðnanna.
ÁJpplýst var, að nú lægju fyrir samningsdrög, sem fælu það í sér,
að Bretar fengju veiðiheimildir fyrir 24 togara að meðaltali á dag
na2stu 6 mánuði allt að 20 mílum. Þeir skuldbyndu sig til að virða
Mbl. 22. maí 1976.
2 Ibid.
3 Ibid.
5 ^JÓöviljinn 21. maí 1976.
Alþýðublaðið 21.-22. maí 1976.