Saga - 1981, Page 101
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
99
nu til að stunda einungis veiðar við ísland eftir 1. desember 1976 í
samræmi við það sem samþykkt kynni að vera af hálfu íslendinga.1
Ennfremur létu Bretar bóka það, að lægi ekki fyrir viðunandi
samkomulag 1. desember, mundu þeir krefjast þess, að EBE beitti
Islendinga aftur tollþvingunum.2
Islenska ríkisstjórnin og málgögn hennar túlkuðu
samkomulagið sem mikinn sigur fyrir íslendinga, einkum
viðbótina sem fékkst í Osló. Túlkaði ríkisstjórnin það ákvæði
Þannig, að Bretar veiddu ekki framar við ísland, nema með
samþykki íslenskra stjórnvalda.3 Sömu túlkun var að finna á
breskum vettvangi, en mikil harmakvein hófust þar í röðum togara-
eigenda og sjómanna.
Crosland sagði, að einungis hefði verið um einn annan kost að
r£eða og hann ekki góðan: ,,Það var að halda þorskastríðinu áfram,
Vltandi að sú stefna hefði í för með sér hættulega stigmögnun
atakanna, afstaða annarra ríkja, en einkum NATO-rikjanna, hefði
°rðið okkur andsnúin i mjög auknum mæli, kostnaður við
Eotaverndina hefði enn aukist og siðferðileg staða okkar á al-
PJoðavettvangi farið siversnandi, þegar eitt ríkið af öðru
viðurkenndi réttmæti 200 mílnanna þar til Bretland og EBE viður-
enndu það sjálf. Á þeirri stundu hefðu kröfur á hendur
s endingum fallið um sjálfar sig, við orðið fyrir miklum
aEtshnekki og samningsstaða okkar gagnvart EBE hefði veikst
verulega.“4
Islenska stjórnarandstaðan leit ekki á samninginn sem sigur;
nn fæli í raun ekki í sér neina viðurkenningu á 200 mílunum,
aEamagnið væri of mikið og samningstíminn of langur.
endingar hefðu verið búnir að sigra í stríðinu og í ljósi þess væru þetta
^ndansláttarsamningar.5 Ennfremur krafðist stjórnarandstaðan
ess’ að Alþingi yrði kallað saman. Forystumenn stjórnarflokk-
’ S'jórnartíðindi. C-deild, nr. 11/1976.
Ibid.
43 Mbl. 2. júní 1976.
5 912 HC Deb., 936, 7th June 1976.
Sjá t.d. Þjóðviljann og Alþýðublaðið 2.-4. júní 1976.