Saga - 1981, Page 102
100
ALBERT JÓNSSON
anna sögðu það óþarfa, þar sem enginn vafi léki á að þing-
meirihluti væri fyrir samkomulaginu.1
Samstarfsnefndin gekkst fyrir útifundi í Reykjavík 2. júní til
þess að mótmæla samningnum, en fundarsókn var fremur dræm,
2000-5000 manns eftir því sem blöðin herma.2
Erfitt er að fullyrða um það, hvort breska stjórnin hugðist halda
áfram þorskastríðinu, hefðu samningar ekki tekist. Hún virðist
a.m.k. ekki hafa verið reiðubúin að ganga að hvaða samkomulagi
sem væri, og sú viðu'rkenning, sem fékkst á yfirráðum íslendinga á
fiskveiðilögsögunni, kom ekki fyrr en á síðustu stundu. Það, sem
Bretar gáfu eftir með samkomulaginu, varðaði einkum þann tíma,
sem það átti að gilda, og neitunarvald það, sem íslendingar fengu
um áframhaldandi veiðar Breta á íslandsmiðum. íslendingar gáfu
einnig eftir um tímalengdina, en siðast hafði Geir Hallgrímsson
sagt, að til greina kæmi að gera samkomulag til t.d. 3ja mánaða
(sjá bls. 58). Á ári gat aflamagnið orðið álíka og Bretum var boðið
í nóvember 1975 eða 65.000 tonn.3 Þar sem afli þeirra var fyrst og
fremst þorskur, gat aflamagnið í Oslóarsamningnum einnig orðið
ekki mjög fjarri því, sem fólst í tillögu bresku stjórnarinnar í
janúarviðræðunum. Einar Ágústsson sagði að samningsgerð
lokinni, að Bretar hefðu, að því er snerti aflamagnið, getað fengið
þennan samning þá.4
1 Mbl., 2. júní 1976.
2 Sjá blöðin 3. júní 1976.
3 Veiði Breta varð 32.298 tonn á samningstímanum (The Ministry of Agri-
culture, Fisheries and Food. Monlhly Returns of Sea Fisheries, England and
Wates). Með því að helminga afla Breta á íslandsmiðum frá desemberbyrjun
1974 til og með maí 1975, til að fá, að viðbættum aflanum á samningstíma-
bilinu 1976, ,,eðlilegt“ 12 mánaðartímabil (þ.e. án þorskastríðs) kemur út
aflatala upp á u.þ.þ. 50.000 tonn.
4 The Guardian 2. júní 1976. Sú aðferð að miða við fjölda togara i samningn-
um, en ekki aflatölur, eins og í fyrri viðræðum, kann að hafa verið tekin
upp, svo að gagnrýnendur íslensku ríkisstjórnarinnar ættu erfiðara með að
fordæma samkomulagið. Þessi aðferð gerði það að verkum, að aflamagnið
var innan vissra marka óljóst, um leið og það gat vart orðið miklu meira en
hæsta tilboð íslendinga fyrr í deilunni. Höfundi er ekki kunnugt um, hvaða
aðili kom með hugmyndina að þessari samningaaðferð.