Saga - 1981, Page 104
102
ALBERT JÓNSSON
Bretum tókst að mestu að veiða það aflamagn, sem þeir vildu, en
Landhelgisgæsla íslendinga varð til þess, að tilkostnaður þeirra fór
sívaxandi og hafði það veruleg áhrif á þá ákvörðun bresku
stjórnarinnar að gera Oslóarsamninginn.
Á íslandi voru allir sammála um markmiðið, en menn deildu
um leiðir að því. Stjórnarandstöðuflokkarnir vildu enga samninga
við erlendar þjóðir, nema einna helst Færeyinga, og kröfðust
róttækra þrýstiaðgerða út á við, þótt með mismunandi einbeitni
væri eftir flokkum. Nutu andstæðingar ríkisstjórnarinnar
stuðnings margra hagsmunasamtaka og annarra aðila. íslenska
ríkisstjórnin hafði þá stefnu, að samningar væru eina leiðin að
lokatakmarkinu, en þeir tryggðu n.innkandi afla útlendinga,
meðan verið væri að ná endanlegri lögsögu yfir miðunum. Þessi
röksemdarfærsla var rétt, þar sem togararnir hefðu aflað meira en
sem nam tilboði íslensku stjórnarinnar i nóvember, ef Bretum
hefði tekist að halda úti mikilli sókn á miðin, en úr henni dró
verulega vegna markaðsaðstæðna í Bretlandi.1 Kjarni málsins var
hins vegar sá, að Bretar vildu ekki ganga að því tilboði og þurfti
m.a. þorskastríð til að telja þeim hughvarf. Þegar að Oslóarsamn-
ingnum kom, hafði sókn Breta fast að því náð fyrra stigi. Ef þá
átti að semja, hlutu íslensk stjórnvöld að meta það, hvort Bretar
hygðust ella halda striðinu áfram. íslenskir ráðherrar virðast hafa
talið að svo yrði og betri samningur fengist ekki.
Rikisstjórnin áleit einnig, einkum Sjálfstæðisflokkurinn, að of
hörð afstaða til samninga kynni að styggja aðildarþjóðir hafréttar-
ráðstefnunnar og draga úr stuðningi margra þeirra við forgangs-
rétt strandríkja til nýtingar 200 mílna fiskveiðilögsögu. Ennfremur
var talið mikilvægt, að umsamdar tollaivilnanir við EBE kæmu til
framkvæmda. Stefna stjórnarinnar harðnaði smám saman,
einkum eftir að niðurstöður Svörtu skýrslunnar urðu kunnar, þótt
aldrei væri hvikað frá því markmiði, að stefna bæri að
samningum. Stjórnarflokkarnir voru hins vegar ekki sammála i
afstöðunni til þrýstingsins út á við. Þar vildi Framsóknar-
1 Frá og með desember 1975 til desember 1976 veiddu Bretar 63. 290 tonn af
fiski á íslandsmiðum.