Saga - 1981, Page 105
TÍUNDA ÞORSKASTRÍÐIÐ 1975—1976
103
flokkurinn ganga lengra en Sjálfstæðisflokkurinn, a.m.k. ekki
skemur en almenningsálitið krafðist að hans áliti. Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði áherslu á að tengja deiluna og NATO saman á
jakvæðan hátt, en Framsóknarflokkurinn á neikvæð tengsl og
hótanir. Á heildina litið varð einkum um neikvæð tengsl að ræða,
ekki síst af þeim sökum að stefna Sjálfstæðisflokksins fól óhjá-
kvæmilega í sér neikvæðar forsendur. Eftir því sem átökin dróg-
ust á langinn og engan bilbug var að finna á Bretum varð ljósara,
jákvæðri þrýstistefnu varð ekki viðhaldið, hversu svo sem
Sjálfstæðisflokkurinn taldi það æskilegt. Andstaða gegn NATO
°g herstöðvunum fór vaxandi og ágreiningur innan stjórnarinnar
hom stöðugt betur í ljós. Að lokum slóst einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í lið með þingmönnum allra hinna flokkanna
um aðgerðir gegn NATO, og Einar Ágústsson gaf berlega í skyn í
Osló, að ríkisstjórn væri í fallhættu og NATO hefði einungis 6
utánuði til að fá Breta til að láta undan, ætti ekki illa að fara fyrir
handalaginu á íslandi. Þetta varð til þess, að hin NATO-ríkin
'ogðu hart að Bretum að semja svo íslenskum stjórnvöldum
hkaði.
En Bretar töpuðu þorskastriðinu ekki ein; ngis á vettvangi
NATO eða létu undan síga einfaldlega af ótta við áframhaldandi
utök og líklegar afleiðingar þeirrar stefnu. Heima fyrir varð
Þorskastriðið sífellt óvinsælla, einkum í fjölmiðlum, svo og stefna
stjórnarinnar í fiskveiði- og hafréttarmálum yfirleitt, þó sérstak-
'ega aðgerðarleysi hennar gagnvart EBE. Á vettvangi hafréttarráð-
stefnunnar fleygði málum fram og fullséð var orðið, að fjöldi ríkja,
t’-ú m. stórveldi, mundu fljótlega færa fiskveiðilögsögu sína út í
mílur, en ekki bíða eftir formlegum hafréttarsáttmála.
Ereytingar höfðu því orðið á forsendum þeirra stefnukreppu, sem
hrjáð hafði bresku stjórnina að því er snerti vandamál
sjavarútvegsins og ýtt hafði undir kröfuhörku hennar gagnvart
tslendingum. Aðrar forsendur, einkum fiskveiðistefna EBE, urðu
að breytast, en samningsaðstaða Breta þar og líkindi fyrir því að fá
m£etti bandalagsríkin til að færa út í 200 mílur, mundu standa
°tryggum fótum, meðan þeir væru í þorskastríði við íslendinga.
^ethony Crosland sagði, að samkomulagið í Osló hefði verið í