Saga - 1981, Page 116
114
HARALD GUSTAFSSON
gerðar eru til þeirra sjálfra. Farið er allhörðum orðum um fávisku
Haagens, t.d.: „Æskilegt hefði verið að upphafsmaður ákvæð-
anna hefði kynnt sér betur ástandið i landinu /—/ því að af töfl-
unum verður ekki annað séð en hann skorti annað hvort skilning
eða vilja til þess að bæta fiskveiðarnar.“27 Annar sýslumaður
skrifar: „Loks væri það óskandi, að höfundur þessara tillagna
verði sendur hingað til lands og látinn búa hér í nokkur ár, svo að
hann geti sýnt landsfólkinu, hvernig hægt sé að breyta eftir boðum
hans, þar eð við sjáum engin ráð til þess eins og stendur!“28
6.3. Viðbrögð almennings
Davíð Scheving, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, lét fylgja
bréfi sínu til Rentukammersins plagg, undirritað af honum sjálf-
um og 11 mönnum, sem hann hefur kvatt sér til aðstoðar við
skráningu aflans (sennilega hreppstjórar úr 10 hreppum sýsl-
unnar).29 Þeir koma með þessar venjulegu mótbárur, að ógerlegt
sé að fylla út skýrslurnar, og telja fisksölubannið koma
fátæklingum örugglega á vonarvöl, og biðja konung að afnema
það.
Allar varðveittar dóma- og þingbækur frá þessum tíma hafa
verið athugaðar, ef þar mætti finna viðbrögð manna.30 Einungis í
tveimur sýslum er skrásett, að ákvæðin hafi verið lesin upp.31 I
annarri þeirra hafa viðtökur þingheims verið skráðar. Það er í
Norður-Múlasýslu, þar sem Pétur Þorsteinsson sýslumaður hefur
þingað, greinilega til þess að kynna fisksöluákvæðin.32 Svar
þingheims er á þá leið, að ómögulegt sé að fara eftir ákvæðunum,
þar eð fæstir bændur í uppsveitum hafi mannskap aflögu til þess
að senda í verið, og sjávarbændur gætu þá ekki losnað við allan
fiskinn. Þeir telja sýslumanni vel kunnugt um þessar aðstæður,
„og þeir bidia hann til sinnar Afsökunar fyrer Hans Majt Aller-
underdanigast ad andraga.”
Vafasamt er að telja fylgibréf Davíðs Schevings sýna viðbrögð
almennings. Það er fremur vottorð af hans hálfu til yfirvaldsins
um að hann treysti sér ekki til að framfylgja tilskipuninni. Mót-