Saga - 1981, Side 118
116
HARALD GUSTAFSSON
hafa rætt málið á alþingi, en viðbrögð tólfmenninganna, sem
sannanlega sóttu þingið 1762, koma heim við fyrrgreind fjögur
dæmi. Skipting milli héraða sýnir ekki heldur einhuga afstöðu.
7. Miðstjórnarvaldið fjaliar um undirtektirnar
7.1. Vörn Haagens
Skýrsla Haagens til Rentukammersins barst 2. apríl 1763. 34
Hún var fólgin í skrám yfir afla, bátaeign og fólksfjölda
samkvæmt aðsendum gögnum, auk athugasemda frá Haagen.
Hann ákærir íslensk yfirvöld fyrir vanrækslu í störfum og heimtar
að þeim sé sagt til syndanna. Einkum er honum í nöp við amt-
mann. Meðal syndaselanna eru taldir Jón Eggertsson, sýslumaður
í Borgarfjarðarsýslu, ,,bróðursonur amtmannsfrúarinnar,“ sem á
að hafa stungið upplýsingum undir stól í greiðaskyni við amt-
mann, og Guðmundur Runólfsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
sem hann rangnefnir „varasýslumann fyrir hr. amtmanninn.“ Sá
síðarnefndi á að hafa skrifað eftirlitsmanninum bréf, ,,fullt af
rangfærslum og útúrsnúningi, sem telja má að stafi af heimsku og
illgirni og undirróðri annarra.“ (Umrætt bréf er i sjálfu sér mjög
kurteislega orðað. Spurt er, hvernig fylla beri út skýrslurnar, þó
að sýslumaður hafi augljóslega enga trú á fyrirtækinu).35
Haagen brigslar amtmanni um að standa á bak við öll vand-
ræðin (,,ég fyrir mitt leyti hef fulla ástæðu til að halda það, þótt
ég vilji síður en svo ásaka hann“ (!)). Þessu til sönnunar lætur
hann fylgja tvö bréf til sín frá amtmanni, þar sem hann óskar
honum til hamingju með útnefninguna, gagnrýnir ákveðin atriði
og lætur í ljós von um gott samstarf varðandi bætta tilhögun fisk-
veiðanna.36
Haagen hafnar öllum aðfinnslum án teljandi rökstuðnings.
Fiskinn, sem kaupmenn vilja ekki, megi geyma til vondu áranna,
svo að fólk þurfi ekki að liggja uppi á einokunarversluninni, ef
veiðin bregst. Staðhæfingar sýslumanna í þá veru, að ómögulegt
sé að útfylla skýrslurnar, væru einfaldlega lygi.