Saga - 1981, Síða 127
SAMTÖK GEGN VERZLUNAREINOKUN 1795
125
veginn eftir eigin höfði. Og þegar með þurfti, voru oftast hæg
heimatökin að ná samningum við Busch, Howisch og Lynge. Allir
bjuggu þeir í Kaupmannahöfn og ráku verzlun sína þaðan. Áttu
þeir þvi svipaðra hagsmuna að gæta í öllum meginatriðum.
Af framansögðu er Ijóst, að kaupmenn réðu einir öllu um verð-
lag jafnt á erlendum vörum sem íslenzkum, og landsmenn urðu al-
gerlega að beygja sig fyrir valdboði þeirra í þessu eins og í flestu
öðru, er verzlunina snerti. Ákvæði fríhöndlunarlaganna um
frjálst samkomulag milli þessara aðila um vöruverð voru þvi ekk-
ert annað en orðin tóm, er á reyndi. íslendingar höfðu ekki heldur
almennt neina aðstöðu til að fylgjast með verðlagi erlendis. Um
þetta leyti var það auk þess mjög sveiflukennt vegna styrjalda
þeirra, sem stöfuðu af stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi.
Á striðstímum varð venjulega mikil hækkun á verði þeirra inn-
fluttu vara, sem töldust brýnustu nauðsynjavörur íslendinga.
Þetta voru einkum timbur, járn, veiðarfæri, tjara, smíðakol, salt
°g rúgmjöl. Hins vegar valt á ýmsu um það, hvort útflutnings-
yörur landsmanna hækkuðu í verði að sama skapi.
Algengt var t.d., að verulegur samdráttur yrði í sölu sjóvettl-
^uga á stríðstímum. Þeir voru afar mikilvæg verzlunarvara manna
a Norður- og Austurlandi, og kaupmenn seldu þá mikið til Hol-
lands. Aðalkaupendur þar voru fiskimenn, ekki sízt þeir, er sóttu
a fjarlæg mið. Þegar Hollendingar drógust inn í styrjaldir stór-
veldanna i Evrópu, truflaðist hin mikla útgerð þeirra meira og
minna eða stöðvaðist jafnvel alveg, þar til friður komst á að nýju.
Var þá ekki að sökum að spyrja, að álíka sveiflur urðu í verði og
fölu íslenzkra vettlinga. En þetta var algengt fyrirbæri á tímabil-
mu 1792-1815, er hver styrjöldin rak aðra. Danska flotastjórnin
^eypti raunar ávallt nokkuð af vettlingum, en þegar sjómenn eru
undanteknir, var sala þeirra ætíð mjög árstíðabundin. Öðru máli
gegndi um sokka, sem voru einnig mikilvæg gjaldvara Norðlend-
‘nga og Austfirðinga. Sala þeirra var síður háð árstíðum. Hins
vegar olli breytt tízka í Kaupmannahöfn því, að íslenzkir sokkar
seldust þar nú verr en áður.10a
Um aðrar helztu útflutningsvörur frá Norður- og Austurlandi
er það í stuttu máli að segja, að danski flotinn var aðalkaupandi