Saga - 1981, Page 128
126
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
sauðakjöts. Greiddi flotastjórnin fyrir það fast verð, sem hún
samdi um við kaupmenn frá ári til árs. í þeim samningum var að
sjálfsögðu höfð nokkur hliðsjón af markaðsverði í Kaupmanna-
höfn, en þar seldist yfirleitt talsvert af íslenzku sauðakjöti. Þá er
þess að geta, að vel verkuð islenzk kindatólg þótti annarri tólg
betri í kerti vegna þess hve hvít og hörð hún var. Fékkst því jafnan
mjög gott verð fyrir hana bæði í Danmörku og öðrum löndum.
Lýsi var forðum aðalljósmeti fyrir götuljós í borgum og bæjum.
Til þess þótti hákarls- og sellýsi einkar gott, og því var það
eftirsótt erlendis og mun verðmætara en þorskalýsi. Borgarstjórn
Kaupmannahafnar var löngum aðalkaupandi hákarls- og sellýsis
frá íslandi og komst yfirleitt ekki hjá að greiða markaðsverð fyrir
það, þar eð nógir aðrir voru um boðið. Þannig keyptu t.d.
danskar ullarverksmiðjur jafnan talsvert hákarlslýsi.10b
Samkvæmt framansögðu gekk sala prjónless erlendis oft nokk-
uð skrykkjótt, en sala annarra helztu útflutningsvara frá Norður-
og Austurlandi yfirleitt sæmilega. Það, sem miður gekk hjá kaup-
mönnum, gátu þeir að jafnaði bætt sér margfaldlega upp í krafti
einokunaraðstöðu sinnar. Hún gerði þeim fært að haga verði á
innfluttum og þó einkum útfluttum vörum eftir geðþótta, selja lé-
legar innfluttar vörur fullu verði og vel það, og neyða menn til að
kaupa alls konar óþarfavarning með þeim nauðsynjavörum, er þá
vanhagaði um. En slikir verzlunarhættir voru algengir.
í verzlunartilskipuninni 13. júní 1787 (Il.kap.,14.gr.) segir
meðal annars, að samkvæmt eðli frjálsrar verzlunar sé ekki hægt
að bera fram neinar almennar kærur yfir slæmum vörum eða háu
verðlagi.11 Þess háttar kærur höfðu þótt sjálfsagðar á dögum ein-
okunar, enda verið algengar.
Þegar fríhöndlunin varð í reynd með slíkum einokunarbrag
víða á landinu sem bent hefur verið á hér að framan og verðlag og
vörugæði voru eftir þvi, þóttust islenzkir embættismenn hafa full-
gildar ástæður til að senda stjórninni kærur og kvartanir og gerðu
það lika óspart. Stjórnin, eða nánar tiltekið rentukammerið,
hafði ávallt þau svör á reiðum höndum, að nú væri verzlunin
frjáls, og embættismenn yrðu að láta sér skiljast, að öll afskipti
stjórnvalda af verðlagi og vörugæðum, nema þá helzt gæðum