Saga - 1981, Side 133
SAMTÖK GEGN VERZLUNAREINOKUN 1795
131
leitast við að koma því til leiðar, að sýslumaður semdi ásamt
nokkrum öðrum fulltrúum íbúanna við verzlunarstjórana um
yerð á helztu innflutnings- og útflutningsvörum. Það væri bæði i
samræmi við frjálsa verzlun og fornar landsvenjur. Sögurnar
hermdu ljóslega, að goðar hefðu forðum riðið til skips ásamt
heztu mönnum til að leggja lag á varning eftir samkomulagi við
haupmenn.
Gert var ráð fyrir, að taxtinn frá 1702 yrði lagður til grundvall-
ar í væntanlegum samningum að svo miklu leyti sem unnt væri að
heimfæra hann upp á samtímann. Hann hefði að öllu leyti verið
Vel og sanngjarnlega gerður miðað við hag landsins. Reynt skyldi
að neyða Kyhn og verzlunarstjóra hans til að fallast á slíka samn-
>nga á þann hátt, að sýslubúar skuldbyndu sig til að kaupa ekkert
annað í verzlunum hans þá um sumarið en það, sem þeir gætu alls
ekki án verið, og létu einungis í staðinn prjónles, lambskinn, tófu-
skinn og dún. Hins vegar legðu þeir alls ekki inn sauði, tólg,
smJör, fisk eða lýsi, en geymdu þessar vörur. Þó var gert ráð fyrir
hví, að menn kynnu að neyðast til að leggja inn eitthvað af lýsi
sökum ílátaskorts og einnig, að starfsmenn verzlana gætu keypt
•andbúnaðarvörur hjá bændum til eigin nota. Bent var á, að
’slenzkar matvörur væru mönnum betri til fæðis en margar
hverjar hinna erlendu. Því væri landsmönnum hollast að búa sem
mest að sinu, eins og forfeður þeirra hefðu gert, og í því
sambandi er minnt á framangreint konungsboð frá 19. apríl 1786.
^uk þess fari mest þeirra íslenzku nauðsynjavara, sem menn leggi
>nn í verzlanir, í kaup á óþarfavarningi. En fullvel fái menn lífi
haldið, er þeir hafi fæði og klæði, betur en þótt þeir hafi tóbak og
hrennivín, silki og annan hégóma, sem sé raunar aðeins ávani, ,,til
Skada og útormunar eirnar....“ Þessari samþykkt til tryggingar
Var ákveðið, að þeir, sem sannir yrðu að því að halda hana ekki,
shyldu greiða fésektir, eins og fyrir hverja aðra ólöglega verzlun,
°8 helmingurinn ganga til fátækra í hreppi hins brotlega, en hinn
elmingurinn til þess, sem uppgötvaði brotið og kæmi því upp:
>>Alt uppá þad, eirn edr nokkrer med hiegómlegre Bábilsku
n>drbrióte ej þad sem aller hiner til almennings gagns vildu hafa
UPP bigt.“