Saga - 1981, Page 135
SAMTÖK GEGN VERZLUNAREINOKUN 1795
133
bezt henta. Hitt er aftur á móti vitað, að Sunnmýlingar stóðu ekki
beinlínis að samtökum nágranna sinna í Norður-Múlasýslu. Þeir
kröfðust þó verðhækkunar á islenzkum vörum í hlutfalli við þá
hækkun, sem orðið hafði á verði erlendra vara, eða a.m.k. sömu
kjara og buðust á næstu norðurhöfnum.23 Þar voru þau þá sögð
yera ívið skárri, og mun hér einkum átt við Húsavík og ef til vill
Akureyri. Engum viðskiptaþvingunum virðast Sunnmýlingar hins
Vegar hafa reynt að beita kröfum sínum til framdráttar, enda var
Þeim hafnað viðstöðulaust. Að öllum líkindum hefur aðalforystu-
æaður Sunnmýlinga, Jón sýslumaður Sveinsson, þótzt eiga heldur
°hægt um vik að standa fyrir einhverjum harðræðum gegn Kyhn,
þótt hann væri óánægður með verzlunareinokun hans. Góður
kunningsskapur hafði jafnan verið með þeim frá því er sá síðar-
nefndi bjó á Reyðarfirði sem kaupmaður konungsverzlunar, og
eftir það áttu þeir löngum margt saman að sælda.24
Allt öðru máli gegndi um Guðmund Pétursson, sýslumann í
Norður-Múlasýslu, sem mun hafa verið ólíkt harðari í horn að
[nka en embættisbróðir hans i suðursýslunni. Þeim Guðmundi og
Kyhn hafði komið svo illa saman á dögum konungsverzlunar, að
verzlunarstjórn og rentukammer urðu hvað eftir annað að skerast
1 leikinn.25 Guðmundi mun hafa sviðið mjög sárt það ofurvald,
sem þessi gamli óvinur hans hafði náð í íslenzku verzluninni eftir
að fríhöndlun komst á, en hvergi var það eins yfirþyrmandi og i
togsagnarumdæmi hans sjálfs. Það var þess vegna eðlilegt, að
Guðmundur væri aðalhvatamaður samþykktar Norðmýlinga og
hefði fullan hug á að halda henni til streitu.
ftegar á reyndi var við fleiri örðugleika að etja en menn virðast
hafa búizt við. Ekki var nóg með það, að aðalumboðsmaður Kyhns
aftæki alla samninga og minni samstaða yrði með landsmönnum
en Guðmundur og sjálfsagt aðrir hvatamenn samþykktarinnar
munu hafa vænzt, heldur brást hið góða tíðarfar, sem þar er talað
Urn- Það kemur þegar fram í hugvekju Stefáns Þórarinssonar, að
vorið 1795 hafði verið hart norðanlands. Sumarið var þar einnig
eifitt> Þar eð grasspretta var bæði lítil og hey verkuðust afleitlega
yökum votviðra. Sama var sagan á Austurlandi.26 Þegar svona illa
araði, urðu bændur almennt að farga mun fleira sauðfé en venju-