Saga - 1981, Page 136
134
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
lega. Með því að Norðmýlingar áttu ekki í annað hús að venda
með sláturfé en í verzlanir Kyhns, hlaut barátta þeirra við hann að
reynast vonlaus. Þó er svo að sjá af heimildum, að þeir hafi þæfzt
við fram eftir öllu hausti 1795.
Fátt er um frásagnir af viðureign Norðmýlinga og fulltrúa
Kyhns sumarið 1795 nema það, sem Kyhn hefur sjálfur að segja í
svonefndri Neyðarvörn sinni gegn yfirvöldum á íslandi og al-
mennu bænarskránni.27 Þar heldur hann því fram, að verzlun
hafi legið niðri á Austurlandi allt sumarið að öðru leyti en því, að
einstaka maður hafi í laumi lagt inn fáein pör af sokkum og
nokkra potta af lýsi. En því skal þó skotið hér inn, að þetta var
leyfilegt samkvæmt samþykktinni og þurfti því ekki að gerast í
laumi! Kyhn segir, að í septembermánuði hafi kaupmenn loks
ákveðið að loka búðum sinum og láta skipin sigla til Kaupmanna-
hafnar með kjölfestugrjót innanborðs. Þá hafi almenningi verið
nóg boðið og hafið viðskipti við kaupmenn án tillits til banns yfir-
valda og yfirvofandi sekta. Þessi dráttur hafi samt orðið til þess,
að Austfjarðaskipin hafi einungis fengið hálfan farm hvert eða
jafnvel minna, þótt þau biðu á höfnunum langt fram yfir venju-
legan brottfarartíma. Þannig hafi Vopnafjarðarskip orðið að
liggja þar á höfninni fram á 2. nóvember og litlu munað, að það
strandaði, er það slitnaði upp í ofviðri.
Kyhn telur Stefán Þórarinsson aðallega hafa staðið bak við
samtökin eystra. Því til sönnunar birtir hann hugvekju hans í
danskri. þýðingu, þar sem tekið er sums staðar heldur dýpra i ár-
inni en á frummálinu.28a Hins vegar birtir Kyhn ekki samþykkt
Norðmýlinga, þótt ætla megi, að hann hafi líka haft hana undir
höndum. En hann sendir Guðmundi Péturssyni tóninn í riti sínu
og skammar hann auk þess í einkabréfi fyrir aðild hans að sam-
þykktinni.28b Hann fer þó, að öllu athuguðu, fremur vægilega í
sakirnar gagnvart Guðmundi, líklega vegna þess, að þrátt fyrir
allar væringar, voru þeir um þetta leyti bandamenn í baráttu fyrir
því, að Seyðisfjörður yrði löggiltur sem verzlunarstaður.
Auk þess sem Kyhn gerir meira úr hlutdeild Stefáns Þórarins-
sonar að samtökum Norðmýlinga en ástæða er til, lætur hann sem
þau hafi náð til alls Austurlands. Það taldi Stefán raunar einnig í