Saga - 1981, Page 144
142
PÁLL MELSTED
„dönskum lögum.“ Eftir 1862 voru aðalstörf hans málflutningur
í landsyfirrétti og sögukennsla við lærða skólann í Reykjavík.
Gegndi hann þessum störfum til gamals aldurs. Páll varð allra
karla elstur, dó i Reykjavík 9. febrúar 1910.
Fyrri kona (1840) Páls var Jórunn (f.1816 d.1858) ísleifsdóttir
dómstjóra á Brekku Einarssonar. Þau eignuðust átta börn. Af
þeim dóu 5 kornung, 3 komust upp. 1) Sigríður (f. 1842), giftist
ekki né átti börn, dvaldist jafnan á heimili föður sins og var víst
ekki eins og fólk er flest. Var hjá frændfólki sínu á Hæli í Hrepp
eftir lát föður síns og dó þar 1912. 2) Páll (f. 1844), dó sumarið
1865 á Hofi í Vopnafirði, nýorðinn stúdent, talinn gott manns-
efni. Ókvæntur og barnlaus. 3) Anna Sigríður (f. 1845 d. 1922),
gift á Akureyri. Maður hennar var Stefán umboðsmaður Steph-
ensen, bróðir Magnúsar landshöfðingja. Þau voru barnlaus.
Siðari kona Páls (1859) var Þóra (Thora) (f. 1823. d. 1919)
Grímsdóttir amtmanns á Möðruvöllum Jónssonar. Þau voru
barnlaus, svo engir niðjar eru af Páli yngra Melsted. Thora Mel-
sted er stofnandi Kvennaskólans í Reykjavík (1874) og var skóla-
stjóri hans frá stofnun til 1906. Naut hún mjög öflugs stuðnings
manns síns við stofnun skólans.
Þórhallur Bjarnarson settist að í Reykjavík 1885, og eftir það
mun fundum þeirra Páls oft hafa borið saman. Fyrstu ár sín í
Reykjavík átti Þórhallur heima í húsi Steingríms skálds Thor-
steinssonar, sem var við Austurvöll, við hliðina á húsi Páls. Á síð-
ustu æviárum Páls heimsótti Þórhallur hann oft, eins og sjá má á
fjölda smágreina í Nýju kirkjublaði Þórhalls.
Þórhallur skrifar um Pál látinn í Nýju kirkjublaði 15.febr. 1910
(bls. 44.) og er þetta upphafið:
,,Ég vil deyja með forvitnishug. Eitthvað áfram. Met þekk-
inguna svo mikils.“
Það voru seinustu orðin, sem ég festi á blað, af munni gamla
Páls, hálfum mánuði áður en hann hafði vistaskifti.
,,Og nú eruð þér eitthvað að krota eftir mig, minn elskulegi,“
varð blinda manninum stundum að orði, er hann heyrði skrálfið i
blýantinum.
,,Ég lifi yður, eins og lög standa til. Og þá vil ég geta minzt yðar