Saga - 1981, Síða 145
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 143
með því að hafa eitthvað eftir yður, sem einhverjum er yndi að
heyra og gaman er að geyma.“
Og svo mintumst við á eina uppáhaldssöguna hans um manninn
sem í banalegunni bað um einhverja góða hugsun, til þess að orna
sér við undir andlátið.
Hugurinn var í vöku og draumi kominn yfir um. Og hann hendi
gaman að draumnum sínum í haust. Hann var staddur í hliðum
himnaríkis, og þar voru innangarðs vellir harla víðir og fjöldi
fólks, og hann bað dyravörðinn að lána sér kíki. En þeirri forvitni
var ekki tekið sem bezt, og hann var spurður til hvers hann vildi
hafa kíkirinn.
>>Eg ætla að vita hvort ég kem ekki auga á postulana.“
]- bréf
Reykjavík, 15. október 1880.
Elskulegi vin.
Hjartans þakkir fyrir bréfið yðar frá 26. f.m. — yðar fyrsta
bréf til mín. — Það gladdi mig innilega, því mig hefir lengi langað
hi að standa í einhverju sambandi við yður, flestum úngum mönn-
UnJ fremur. Nú vona ég að bréf fari við og við á milli okkar, þó
hafið sé á milli. Hvað er hafið, nema ekkert, ef hugurinn vill yfir
Það? Ég segi yður það satt, minn kæri úngi vin, það gladdi mig
•nnilega að fá bréf frá yður, því að ég hefi alt af gjört mér miklar
v°nir og fagrar um yður, og það er gleði fyrir mig gamlan, að
hugsa til þess, að hinir helztu meðal hinna yngri manna minnast
min, og sýna mér velvilja. Ég fann það fljótt og vissi það fljótt, að
Þér eru sögumaður í anda og sannleika. Ég man eftir því fjöri,
Sern spilaði í yður og skapaði orðin og alla frásögnina, þegar ég
^ar að spyrja yður úr sögunni. Ég dregst ósjálfrátt að þeim, sem
afa ást á sögunni, þó ég sé sjálfur einhver hinn ónýtasti sögu-
maður, fremur af því, að ég get aldrei gefið mig nema hálfan við
enni> og fór so seint að leggja hana fyrir mig, heldur en af því,
að ég hefði ekki getað komist dálítið lengra í henni, ef ég hefði
matt eingöngu gefa mig við henni. Það er öldungis eins með
s°guna fyrir mér eins og með músikina. Ég elska þær báðar, og