Saga - 1981, Page 147
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
145
°g maríuerlum, og ótal fuglum og skemmtilegum skepnum, og þá
var ég saklítill, og þegar ég hugsa til æskuára minna þá birtir i
huga mínum. Guði sé lof fyrir það alt, sem ég hefi liðið. Ég var
lífaður kálfur og þurfti að liða. Við það hefi ég að nokkru leyti
batnað, og þó vantar mikið á að ég sé góður.
Þetta, sem ég nú hefi tínt á blaðið, bið ég yður virða á hægra
veg- Ég er umkringdur af argi og aðkalli og vantar næði. Konan
biður að heilsa yður, og lifið þér heilir og sælir í bráð og lengd.
Yðar með ást og virðingu einlægur vin
Páll Melsted.
^á ég biðja fyrir tvö meðf. bréf, til Önnu dóttur minna og Gísla
frænda míns?
Translokation — latína, þýðir flutningur, t.d. milli bekkja.
Sr. Þorkell Bjarnason f. 1839 d. 1902, prestur á Reynivöllum í Kjós. Skrifaði
Ágrip af sögu íslands, útg. í Rvík 1880 (2. prentun 1903).
Jens Sigurðsson f. 1813 d. 1872, kennari lengi við latínuskólann i Rvík og rektor
1869 til dauðadags. Albróðir Jóns forseta Sigurðssonar.
Páll Melsted kenndi sögu við latínuskólann frá 1869 til 1894, tímakennari fyrst,
en fastur kennari frá nýári 1886.
Hús Páls Melsted. Á árinu 1878 reisti hann nýtt hús við Austurvöll í Reykjavík
handa kvennaskólanum og bjó þar jafnframt sjálfur. Hús þetta stendur enn, þ.e.
Sjálfstaeðishúsið eða Sigtún, eins og það var kallað til skamms tíma.
G*sli frændi Páls. Gísli Brynjúlfsson f. 1827 d. 1888, dócent við Háskólann í
khöfn, skáld. Þeir Páll voru systrasynir.
■2. bréf
Reykjavík, 10. Apr. 1881.
Elskulegi vin.
Eg þakka yður kærl. fyrir gott og skemtilegt bréf með Ark-
tUrusi, er hingað kom með góðum skilum 6. þ.m. Illa tókst til með
frönix, og er það mín sannfæring, að skipsstjórann hafi vantað
Par kunnugleik og hyggindi. Allflestir danskir menn þekkja ekki
s and í vetrarhamnum, hugsa máske að alt sé hér dáðlítið og