Saga - 1981, Page 148
146
PALL MELSTED
hægt fyrir Civilisationina að sigrast á því, en það er öðru nær.
Kihl er sterkur en Kári er enn sterkari, og því verður að fara með
lagi. Að brjóta gott gufuskip sunnan á íslandi (það var sunnan á
Snæfellsnesi) í norðanveðri, það er klaufaskapur. Þegar
maðurinn sá, að klakinn hlóðst æ meiri og meiri á skipið, eftir því
sem lengur var brotizt á móti veðrinu, þá mátti hann vita, að þar
mundi koma, að alt gaddaði ofansjávar, og yrði óviðráðanlegt
fyrir þýngslum, alt færi á hliðina ef til vildi, eins og líka varð og
þá voru möstrin farin. Þetta má sjómaður sjá fyrir, og hvert var
so ráðið? Leita undan veðri og vindi til hafs, og það var hægt, og
þá þiðnaði klakinn undir eins og komið er hérumbil 20 mílur
suður af íslandi. Þegar ég bjó á Brekku á Álftanesi á dögum
Kristjáns 8. þá hafði ég vinnumann minn á hákallaskipi -þilskipi-
sem var vant að leggja út á veiðar í febrúar mán. Kom hann þá
stundum á norðan eins og nú, og það ómjúkur. Skútan var stödd
hér út og norður af Garðskaga, klakinn hlóðst á hana, og alt
ætlaði að sökkva. Þá hleyptu þeir ætíð til hafs, og þá fór klakinn
að smáþiðna utan af skipinu, og alt komst af.
Þetta hefir verið harður vetur alt til byrjunar þ.m. og það um
alt land, að því sem sagt er. Menn fella sjálfsagt hross og sauð-
fénað, því ráðleysið er ógnarlegt, það nær upp yfir öll fjöll og alla
jökla. Er nokkurt vit í þvi, eins og sagt er um suma Skagfirðinga,
að hafa um 50, 60 og jafnvel 90 hross, og eiga ekki hey, ef í ári
harðnar, nema handa helmingnum? Mér var sagt um daginn, að
sr. Jón Hallsson gæfi 90 hrossum. Er nokkurt vit í þessu? Þessi
sægur hlýtur á öllum útbeitardögum, að ganga í annara manna
landi, og er nokkur sanngirni í því? Við erum undarlegar skepnur
Íslendingar, sambland af frosti og funa, eins og landið, ískaldir og
eldheitir, greindir og vitlausir, dauðhræddir og fibldjarfir,
fastheldnir við sumt, nýungagjarnir með sumt, laglausir og Þ°
músíkalskir, sagnarmenn og þó sögulausir, og margt mætti telja-
Úr því ég nefndi sögu, dettur mér saga sr. Þorkels í hug.
þykir Grímur Thomsen lasta hana ómakl. og sumir gjöra þa^
aðrir. Það er mjög erfitt að búa til sona stutt ágrip, þar sem ekkert
er til í samanhángandi sögu á undan. Þó mér líði ekki alt, þá þykh
mér samt sr. Þork. eiga þakkir skilið fyrir sitt starf. Hann hefir Þ°