Saga - 1981, Page 150
148
PÁLL MELSTED
Póstskipið Fönix (Phönix) strandaði á sunnanverðu Snæfellsnesi (undan
Skógarnesi í Miklaholtshreppi) 29. jan.1881 í norðanofsaveðri. Skipverjar komust
allir í land. Skipstjórinn hét Kihl.
Páll Melsteð bjó á Brekku á Álftanesi 1840—1844.
Jón Hallsson f. 1809 d. 1894, prestur og prófastur í Skagafirði, síðast i
Glaumbæ. „Var auðmaður mikill og þó rausnsamlegur, burðamaður,
prúðmannlegur, reglubundinn, mikill búsýslu- og atorkumaður“ (fsl. æviskrár).
Jón Ólafsson ritstjóri og skáld gaf út blaðið Skuld á Eskifirði 1877—1883.
Grímur Thomsen annaðist ritstjórn ísafoldar um skeið á árinu 1880. Lentu
þeir i mjög miklum illdeilum í blöðum sínum. Var komið til málaferla, en
lauk með sætt í júlí 1881.
3. bréf
Rvík, 8. Mai 81.
Elskulegi vinur.
Ástarþakkir fyrir bréfið yðar frá 23. f.m. og svo myndina. Það
var vel gjört af yður að senda mér hana. Hún er mín heimilis-
prýði. Ég finn það so glöggt, að ég er að verða barn í annað sinn,
og gleðst so innilega, eins og þegar ég var litill Eyfirðingur á
Reistará, fann mófuglaegg, náði litlu lömbunum, sá ofan úr fjall-
inu yfir stórt svæði, marga bæi og reykina uppí loftið; sá kaup-
skipin koma inn fjörðinn, og skildi ekki, að þau gætu komið
sunnan frá Khöfn, þar sem þau þó bersýnilega komu úr norðri.
Æskuárin mín eru mér so lifandi fyrir augum, eins og þau 60 ár,
sem á milli liggja, væru ekki til. Já ég gladdist so innilega þegar ég
sá myndina yðar, og að hún var mín, því mér er vel við yður. Ég
einhvernveginn elska alt fagurt og gott úr Eyjafirðinum, þar er ég
upprunninn, þar var ég saklaus, þar vildi ég meiga skila af mér
umbúðunum aftur.
En hér á ég líklega beinin að bera skamt frá fjóshaugnum hans
Lambertsens. Þér munið máske, að Lamb. býr rétt fyrir norðan
mig. En það var virkilega genialt af Sigfúsi Eymundssyni þegar
hann bjó til myndina af Kvennaskólanum, að hann lét Thorvald-
sen á Austurvelli skyggja á alt fjósið hans Lambertsens. Sigfús tók
myndina úr horninu á Austurvelli, rétt fyrir norðan kirkjuna. Ur