Saga - 1981, Page 151
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 149
t>ví ég nefndi Sigfús, vil ég geta þess, að ég fór til hans í gær og
beiddi hann taka mynd af mér -ég á enga- og lofaði hann því undir
ems og póstskip væri farið. Ergo vona ég að þér fáið hana í næsta
mánuði. í raun réttri fer ég nú að verða beztur í tunglsijósi eða í
skammdeginu. Það er ekki eitt heidur þrennt, sem hefir aflagað
m>g: syndin, sorgin, ellin. Hvað skal ég einn móti öllu þessu. Að
eg lifi fram á þenna dag, það þakka ég sögunni og hinum úngu,
sem ég kenni hana. Mér þykir so gaman að þeim úngu, þegar fjör
er í þeim og góður andi. Af hinum hefi ég raun, sem eru sigalegir,
sofandi, eða þá hugsa mest um og sækjast mest eftir kneipum og
drabbi, þekkja Jörgensen og Hallberg manna bezt, en Snorra
Sturluson eða Cesare Cantu alls ekki.
I haust sem leið kom bláfátækur piltur austan úr biskups-
tungum í skólann og heitir Hannes Þorsteinsson, settist í neðsta
bekk og er þar efstur. Þar er efni í mikinn sögumann. Veitið hon-
Um eftirtekt. Hann getur reyndar lært alt, og skilið mikið. Gáf-
urnar eru sérlega miklar, en einkum er hugurinn á sögunni, hann
Veu allar ættir, því hann man alt. Hann er held ég búinn að lesa
aHa söguna, sem menn þurfa að vita til dimissionar, en hann er að
Ifsa utanum og í hjáverkum Cantu, Munch og það sem hann nær í.
Eg get lítið við hann fengist, nema bendt honum á menn og bæk-
Ur- Hann verður bráðum ekki mitt meðfæri í sögunni. Ég gjöri
mér fagrar vonir um hann. Ég kann so lítið, og get so lítið en sé
ulengdar söguna rísa hér upp meðal vor og blómgast, og sú von
^uggar mig. Ég misbrúkaði heiminn, og heimurinn misbrúkaði
m'g- Þessvegna varð svo lítið úr mér.
Eg bið að heilsa Davíð Scheving, hann er frændi minn, og ég
^ýst við öliu góðu af honum, mér þykir mikið að honum kveða.
Eg vona ég fái mynd hans í sumar. Hafi hann sendt mér hana með
Fönix heitnum, þá hangir hún nú í Billedgalleríi hákarlanna, nema
ef hún hefir skolast í land á Snæfellsnesi, og Snæfellingar stolið
henni af gamalli ást til mín síðan ég var þeirra yfirvald hérna á
úrunum.
Lifið nú heilir og vel, kæri Þórhallur minn, og fyrirgefið þetta
Vðar einlægum kunningja
Páli Melsted.