Saga - 1981, Síða 154
152
PALL MELSTED
Waldimar, póstskip, sem var í förum milli íslands og Kaupmannahafnar.
Alþingishúsið nýja var fullbyggt í apríl 1881, og Alþingi kom saman, í fyrsta sinn
í húsinu, 1. júlí 1881.
Embættismenn þingsins. Bergur Thorberg f. 1829 d. 1886, kgk. þingm., amtmaður,
síðar landshöfðingi. Árni Thorsteinsson f. 1828 d.1907, kgk. þingm., landfógeti í
Reykjavík. Magnús Stephensen f. 1836. d. 1917, kgk. þingm., yfirdómari í lands-
yfirdómi, síðar landshöfðingi. Benedikt Kristjánsson f.1824 d.1903, prófastur í
Múla í S.Þing. Þingmaður Norður—Þingeyinga. Jón bóndi á Gautlöndum Sig-
urðsson f. 1828 d.1889, þingmaður Suður—Þingeyinga. Þórarinn Böðvarsson
f. 1825 d. 1895, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, prófastur i Görðum á
Álftanesi. Eiríkur Briem f. 1846 d. 1929, þingm. Húnv., prestaskólakennari. Magn-
ús Andrésson f. 1845 d.1922, þingm. Árnesinga, síðar prófastur á Gilsbakka.
Einar í Nesi Ásmundsson f. 1828 d. 1893, þingm. Eyfirðinga, bóndi í Nesi í Höfða-
hverfi.
Skúli úr Rv.sýslu Þorvarðsson f. 1831 d.1907, þingm. Rangæinga, bóndi á Fitja-
mýri undir Eyjafjöllum, síðar bóndi i Berghyl í Hrunamannahreppi.
Sr. Eiríkur Kúld f. 1822 d. 1893, þingmaður Barð., prófastur í Stykkishólmi.
Jón ritari Jónsson f. 1841 d. 1883, þingmaður Skagfirðinga, landshöfðingjaritari
í Reykjavík.
Læknaefnin. Jón Sigurðsson f. 1853 d. 1887, héraðslæknir á Húsavík. Þórður
Thoroddsen f. 1856 d. 1939, héraðslæknir i Keflavík, síðar læknir í Reykjavík.
Þorvaldur Thoroddsen f. 1855 d. 1921, náttúrufræðingur.
5. bréf
Reykjavík, 3. Aug. 81■
Elskulegi vin.
Ég fékk áðan bréf yðar frá 18. júlí, og þótti mér vænt um að fá
það, og so spillti það ekki fyrir, að það var ritað í Svíþjóð. Mér
þykir svo vænt um Svíana. Ég gæti nú sagt eins og Þorst. Daníels-
son og skrifað Rvík samstundis, hann ritar stundum „Skipalóni
samstundis”, án þess að nefna ár eða dag. Ég fékk bréfið yðar
milli 8—9, en nú skrifa ég kl. 11 .f.m. Það gleður mig að þér eruð í
Svíþjóð, þó það sé ekki nema stundardvöl. Ég hef verið á þessum
sömu slóðum fyrir 44 árum. Við fórum 4 landar: Jón Sigurðsson,