Saga - 1981, Qupperneq 157
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
155
Þorsteinn Daníelsson f. 1796 d.1882, dannebrogsmaður á Skipalóni við Eyjafjörð,
alkunnur atorkumaður, umboðsmaður Möðruvallaklausturs í nær 60 ár.
Ferðafélagar Páls til Svíþjóðar. Jón Sigurðsson forseti. Gísli Hjálmarsson f. 1807
d. 1867, varð héraðslæknir á Austurlandi, bjó þar i Höfða á Völlum. Stefán Páls-
s°n f. 1812 d. 1841, aðstoðarprestur á Hofi í Vopnafirði. Bróðir hans var Páll,
skrifari Bjarna amtmanns Þorsteinssonar, þ.e. „Skrifarinn á Stapa.“
Knrl 14. Jóhann, Svíakonungur 1818—1844, franskur að ætt og uppruna, hét þar
■Jean Baptiste Bernadotte.
•íón Ólafsson ritstjóri og skáld, þingmaður Sunnmýlinga, fyrsta þing, sem hann
sat — 1881.
R'tarinn — Jón Jónsson, sjá athugasemd við síðasta bréf.
Benedikt Sveinsson f. 1826 d.1899, yfirdómari og sýslumaður Þingeyinga, búinn
að s'tja lengi á Alþingi, þegar hér var komið, og átti eftir að sitja þar til æviloka.
OtimurThomsen f,1820d,1896, skáld, sat þetta þing sem þingmaður Borgfirðinga.
^ar búinn að vera þingmaður frá 1869, og var þingmaður til 1891.
Árnljótur Ólafsson f. 1823 d.1904, þingmaður Eyfirðinga, prestur á Bægisá, síðar
á Sauðanesi. Sat fyrst á Alþingi 1859, síðast 1891.
Ouðmundur Hjaltason f. 1853 d. 1919, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum,
kennari víða um land. Flutti fjölda fyrirlestra heima og erlendis.
Dýrleif Sveinsdóttir f. 1860 d.1894, frá Hóli í Höfðahverfi. Fyrri kona Árna prests
a ^org á Mýrum, síðar á Skútustöðum Jónssonar. Börn þeirra tvö settust að í
^esturheimi.
bréf
Reykjavík, 19. okt. 1881.
Elskulegi vinur.
Eg nenni ekkert að gjöra i kvöld, því ég er þreyttur eftir allra
handa prokurator gutl og búskapar brutl í dag — ég var að kaupa
mér kindur í soðið og láta slátra þeim, — tek því stöngul og hripa
yðiir þetta í flughasti.
Lítið að frétta frá oss, þó heldur lif en dauða, gott heldur en ilt
°g þó er mannkynið ilt og sérstaklega hérna með sjónum fram.
^úsin eru hér einlægt að fjölga, seinast var eitt reist í dag, nl:
Eakhús fyrir Geir Zoega niður í klettunum framundan húsinu