Saga - 1981, Page 158
156
PÁLL MELSTED
hans. Ég ætla hér hafi verið bygð milli 20—30 ný hús í sumar; og
sona er það á hverju ári. — Reykjavík vex út yfir alt nágrennið
eins og London, og svelgir í sig Rauðará og Bráðræði. Um alda-
mótin verða hér tvær kirkjur og 4 prestar, þér orðinn biskup og ég
kominn inn fyrir túngarðinn í himnaríki.
Þegar ég hugsa nú til yðar og til mín, þá læt ég höfuðið síga. Nú
eruð þér altaf að læra nýtt og nýtt, stíga í vitskunni og fullkomnast,
en ég er að ganga saman. Ég les heldur lítið, og finn að hinir úngu
hlaupa fram fyrir mig, verða á undan mér; ég dregst aftur úr
lestinni. Þetta er heimsins gángur. Ég komst so skamt. Ég brúkaði
illa æsku árin, því ég var latur — ég hefði getað lært margt — en
bæði var ég hafður við annað t.d. smalamennsku og tóvinnu —
og so var ég latur. So komu fullorðinsárin. 1847 sókti ég um
adjunkts emb. við Lat.skólann, en Halldór Kr. var þá í Höfn (en
ég hér) og D.G. Monráð hjálpaði honum. Þá flæktist ég inní
sýslumannsstörf, síðan í málaflutningsstörf — ég var sýslumaður
12 ár, nú snart búinn að vera Prokurator 20 ár. Sona gengur það.
Ég hefi í hjáverkum lesið og ritað. Ekki er von ég hafi komist
langt. —
So lendti ég í þessu kvennaskólavastri á mínum elli árum, og
hleypti mér i botnlausar skuldir, fyrir kvennfólk og Ideer. — En
þó ég sé slæmur, þá hefi ég oft beðið guð, og hann hefir oft bæn-
heyrt mig, og það gjörir mig sterkan nú á gamals aldri. Ef ég lifi til
13. Nóv. þá kemst ég á 70. árið.
Fyrirgefið mér ástkæri Þórhallur minn, að ég skrifa svo mikið
um sjálfan mig; ég er kominn á raupsaldurinn.
Ég hefi ekki fengið bréf frá föður yðar síðan í júlí, veit því ekki
gjörla hvað systur yðar líður. Mig langar til hún mætti lifa, af þv*
ég veit að hún er góð og fögur og systir yðar; og mér þykir vænt
um sr. Guðmund. En ég — sem er so handgenginn dauðanum —
ég býst við að hún lifi ekki lengi. „Silfurkerin sökkva í sjó, en soð-
bollarnir fljóta.“ Og þó lifir margur góður, sem betur fer.
Nú eru stúlkurnar í Kvennaskólanum hérna 36, en einum 6 varð
að neita um inntöku, ekki af því húsnæði vantaði, eða fé vantaði,
heldur af því, að kvenna Comiteen (Landshöfðingjafrúin etc.)
vildi ekki þyggja það veitta fé, af þvi þar með fylgdi að nefnd