Saga - 1981, Page 159
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 157
Comitee stæði undir Amtsráðinu. En það vildi frúin ekki. Skólinn
missir því ef til vill 1500 kr. Hvernig lýzt yður á? í Lat.skólanum
telst mér 128. Það sýnir einna bezt að ísland er á framfara vegi, að
Það þoldi allvel vetur þann sem leið. Ég vil ekki óska yður að lifa
annan eins vetur. —
Má ég nú biðja yður fyrir bréfið til Gísla frænda míns Brynj-
nlfssonar og bréfið til Jóns mágs mins. Bogi biður að heilsa yður.
Hann og Ólafr Davíðsson búa hér upp yfir mér, og í öðru
herbergi 3 litlir púkar, og so hinn víðförli græðari Guðni Guð-
niundsson, út til Austurvallar, til augnagamans fyrir bæjarins
^kjönheder.
Lifið nú vel minn kæri Þórhallur
yðar gamli kunningi
Páll Melsted.
Geir Zoéga f. 1836 d. 1917, kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Hús hans
hét Sjóbúð, síðar húsið nr. 7 við Vesturgötu.
Rauðará, gamalt lögbýli milli jarðanna Reykjavíkur og Laugarness. Gamla
'búðarhúsið á Rauðará stóð til skamms tíma við norðurenda Rauðarárstígs. Það
var byggt 1908 af Vilhjálmi bónda á Rauðará, bróður Þórhalls.
Bráðraeði, afbýli frá Seli, vestast í Vesturbænum. Húsið í Bráðræði stóð, þar
Setn nú er Grandavegur.
Halldór Kr. Friðriksson f. 1819 d.1902, kennari við Latínuskólann 1848 —
1895.
Þ.G. Monrad, danskur stjórmálamaður, kirkju- og kennslumálaráðherra 1848,
s>ðar biskup.
Procurator — málaflutningsmaður.
Systir Þórhalls — Laufey Bjarnardóttur f. 1857 dó réttum mánuði eftir að Páll
shrifar þetta bréf.
Sr. Guðmundur Helgason f. 1855 d. 1922, prestur á Akureyri, síðar prófastur í
eykholti. Þau voru trúlofuð Laufey og sr. Guðmundur.
Landshöfðingjafrúin — Olufa, kona Hilmars Finsens.
Jón mágur Páls — hét fullu nafni Jón Kampmann Martinus (Grimsson) Johns-
son, var kammerassessor í Kaupmannahöfn. Þóra, kona Páls, var eina barn
rims atntmanns, sem ílentist á íslandi.