Saga - 1981, Side 160
158
PALLMELSTED
Bogi Th. Melsted f.1860 d.1929, skólapiltur, bróðursonur Páls, sonur Jóns
prests í Klausturhólum í Grímsnesi Melsteds. Varð sagnfræðingur, lengst af bú-
settur í Kaupmannahöfn.
Ólafur Davíðsson f. 1862 d.1903, skólapiltur, lagði stund á náttúrufræði, sinnti
mjög þjóðlegum fræðum. Þeir Bogi urðu báðir stúdentar 1882.
Guðni Guðmundsson f. 1850 d.1908, lauk prófi í læknisfræði 1880, dvaldist í
Vínarborg framan af ári 1881, síöan skipslæknir á útflytjendaskipi milli Dan-
merkur og Vesturheims til hausts 1881. Kenndi við læknaskólann í Reykjavík
1881—1882. Varð svo læknir á Bornholm til æviloka.
7. bréf
Reykjavík, 10. Dec. 1881.
Elskulegi vinur.
Kærar þakkir fyrir bréfið yðar frá 12. nóv., en sem ekki kom
hingað fyr en 4 Dec., því að Valdimar er seinn í förum, þegar
hann er borinn saman við ensku og skotsku skipin er hingað koma
nú árlega. Þessi dönsku gufuskip eru eins og staðir og stirðir
trússa jálkar í samanburði við gæðinga. Mér finnst þetta vera öf-
ugt. Við eigum að fá póstskip frá Skotlandi eða frá Bergen, þaðan
sem stutt er milli landa, en so geta Danir sendt til Bergen eða ein-
hvers staðar á Skotlandi. Hvað eiga þeir útá Atlantshaf, nema til
þess að vefjast fyrir framgjörnum þjóðum, reka sig á aðra og
meiða sig.
Já, ég kem til bréfsins yðar aftur. Það gladdi mig innilega. Það
vermir og lífgar mitt gamla hjarta, að úngur afbragðsmaður sýnir
mér slíkan velvilja sem þér gjörið. En þér verðið nú að virða mér
til vorkunnar, þó bréfið mitt verði ónýtt. Ég skrifa það milli þess>
sem ég er í tímunum, og so bætist þar ofan á ónæði og ýmislegt
aðkall, eins og vant er að vera síðustu daga póstskipsins. Ef eg
skrifaði min bréf strax sem skipið kemur, þá væru þau að líkind-
um betri, en ég er nú sona eins og þér vitið, dreg flest á lánginn
þangað til tíminn er floginn í burtu og alt verður í flaustri. í bréfa-
viðskiftum við menn get ég ekki verið reglumaður, og því fer sem
fer.