Saga - 1981, Page 163
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
161
rnanns sjálfs blandar þetta alt fyrir manni; þar verður náðin að
koma til og hjálpa.
Annars má ég ekki kvarta, og reyndar líður mér margfalt betur
en ég á skilið. Heilsa sálar og líkama er góð — ég fer líka gætilega
með mig, en þó ég væri ekki sterkur var ég seigur; það var talsvert
®f vizku-leðri í mér, sem teigja mátti í ýmsar áttir. Ekki get ég
sagt að sálarkröftum mínum sé enn farið að fara aftur, en líkam-
lnn er farinn að stirðna í snúningum, ég finn það þegar hált er á
strætum, eða þegar ég á að fara upp eða ofan steintröppurnar við
skólann. — Það heldur mér uppi, að ég ferðast daglega meðal
hinna úngu, sem eru so margbreyttir; maður verður úngur með
Ungum. Mér mislíkar nú sjálfsagt margt í fari hinna úngu, en hins-
vegar gleð ég mig við ýmsar framfarir, eða vott um framfaralöng-
Un- Það eru t.a.m. framfarir, að iðnaðarmannafélagið beiddi mig
halda fyrirlestra á sunnudagskvöldum og ég gerði það nokkrum
smnum. Þó ekki væri gott, var það betra en ekkert, og byrjun til
annars betra; það eru framfarir, að nokkrir úngir menn hér fram-
an af Nesi komu inneftir og súngu margraddað í sjúkrahúsinu og
tókst það vel, seinna gjörðu skólapiltar hið sama, og tókst enn
hetur, og loksins Jónas Helgason, og hans Hörpufélag, og það
held ég hafi verið bezt. En þær framfarir tel ég mestar, að menn
f'eyga og kljúfa og fara nú eins með grjót eins og forfeðurnir með
tre- Nú fara flestir að byggja úr grjóti. Þá sparast fé fyrir þeirra
efdrkomendum, auðurinn kemur og hver framförin af annari. En
það tel ég hreinar afturfarir, að menn komast ekki út á hauginn
(sit venia verbo) nema reykjandi. Þó þeir reyki, serrt hafa mörg
Þús.kr. í laun, það er fyrir sig, en hitt er órétt og skaðlegt, að
fútækir og úngir menn reykja so mikið. Ég er hættur því því fyrir
eirca 4 árum, og felli mig vel við það, en — það kostaði mig
stríð. Ég tel það líka afturfarir, að so margir meðal hinna úngu
nenna ekki að vinna á sumrin. Ég var látinn vinna, og það strit-
Vlnnu á mínum yngri árum og hafði gott af.
Nú hefi ég einn lærisvein í skólanum með stálminni, skapaðan
hjstoriker, Hannes Þorsteinsson að nafni, frá Brú í Biskups-
tUngum, bláfátækan. Hann er dux í 2. bekk, og kom í fyrra. Þeg-
ar aðrir eru að skemta sér, les hann P.A. Munch eða Cesare