Saga - 1981, Síða 165
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI 163
I annan stað eru nú harðindin. ísinn og snjóarnir fyrir norðan,
So skipin komast ekki á hafnir, og skepnufellirinn hér syðra. Það
er sagt að okkur sé altaf að fara fram, en ef hann andar á
n°rðann, þá ætlar alt á höfuðið. 500 manns er sagt að hafi skrifað
S18 til Ameríku ferðar, og hingað eru komnir úr Borgarfirði 50 eða
60 manns, en — lagstir hér í mislingunum. Sona er það alt. Ætli
Önundur hefði ekki orðið ,,arrig í þessu bölfuðu Conduite,11 ef
hann hefði lifað?
Ekki dettur mér í hug að æðrast, heldur krafla í bakkann
meðan má. En það segi ég yður satt: að aldrei hefi ég séð annan
e>ns sorta framundan mér eins og nú, þessi 55 ár, sem ég vel man
eftir. íslendingar eru sérstaklega reiðinnar börn, og má segja um
Pa eins og sr. Eggert Bjarnason sagði um úngan fola, sem hann
jar að temja og hleypti ofan í jarðfall, 3—4 álna djúpt, svo sam-
erðamenn héldu að báðir hefðu hálsbrotnað: folinn og klerkur.
.r> Eggert stóð upp, þegar að þeim var komið þar niðrí jarðfall-
'nu, og sagði aðeins þetta: ,,aldrei verða það skepnur, nema þær
fái þessa hremmingu.“
Heilsið Birni Jenssyni og segið honum hvort þeir ætli ekki að
ata prenta einhverja af ræðum afa hans, B. Gunnlögssonar, sem
ann hélt á Bessastöðum, þegar skóla var sagt upp á vorin. Þær
‘Jóta að vera til. Eins þori ég að segja, að til er eitthvað eftir
anri. sem fylla ætti með æfisögu hans, því þetta, sem ég tíndi
sarnan er í alla staði ónóg, af því ég þekti hann svo lítið. í skóla
afði ég ekki af honum að segja, nema í tímunum, og eftir að ég
°r þaðan lenti ég ytra og í öðrum landsfjórðungum, nema þessi 4
ar sem ég var á Brekku, og þá vantaði mig anda og þekkingu til að
tala við hann og skilja hann. So hefi ég alla daga verið ófram-
gjarn, einkum við mér meiri menn. Og þess vegna þekki ég miður
en ella svo marga af okkar dánu merkismönnum, sem ég þó lifði
samtíma, sá oft og heyrði stundum. Ég skrifaði föður yðar í gær
Hannesi Þorsteinssyni, skólapilti, þessum efnilega sögu-
manni frá Brú í Biskupstungum. Hann er bláfátækur og ætlar að
Vera í kaupavinnu í Laufási í sumar.
Lifið heilir og vel minn elskulegi, óskar yðar vin
Páll Melsted.