Saga - 1981, Síða 167
PÁLL MELSTED SKRIFAR ÞÓRHALLI BJARNARSYNI
165
floginn inn á Akureyri. Biskup — ef hann verður þá nokkur — er
ekki farinn í vísitazíu ferð, heldur floginn út um landið. Þetta
synist nú vera óðs manns heilaspuni. En hver veit hvað langt menn
komast? Hvar er takmarkið fyrir þessum ótrúlegu framförum?
En ekki dugar að dvelja við þetta.
Eg hefi ekki nýfrétt að norðan, en hálfkvíði fréttunum þaðan,
t>ví að mig tekur sárt til Norðurlands; það er so margt norðlenzkt í
mer- Mér þykir gott að heyra, að bágindi íslendinga vekja áhuga
°g góðvild útlendinga, og segi með yður: ,,að það sé engin mink-
Un Þyggja.“ Þetta hendir sælli þjóðir í heimi en okkar þjóð. En
Þess vildi ég óska, að yfirmönnum okkar tækist nú að ráðstafa
gjöfunum hyggilega, og umfram allt, að þeim hugsaðist að spila
ekki öllu þessu, sem gefst, út í einu, ég meina í haust og vetur,
heldur safna í sjóð og geyma til haustnótta 1883. Því allir hafa
n°kkuð að borða næsta vetur 1882—1883, en so kemur veturinn
Þar á eftir: þá kemur sá tími sem ég kvíði mest, því að sannast
mun það, að harðindin eru ekki búin með þessu ári. ísland hefir
fenSÍð mörg harðinda ár hvert eftir annað, máske 1 eða 2 góð í
uulli, og ísland verður altaf sjálfu sér likt. Við lifum hér annars og
utum eins og reynslulaus börn. Þegar gott er í ári, hugsum við að
muni lengi, máske altaf verða, og leggjumst í andvaraleysi.
egar harðnar í ári, kútveltast menn og formæla sér. Þegar ísinn
er nyrðra og hann kemur hér á sunnan, segja menn: nú fer ísinn
ra hlorðurlandi. Þegar hann kemur á norðan segja menn: nú
rekur ísinn að aftur. Það er undarlegt hvílíkt sambland getur
Verið * okkur íslendingum, af þreklyndi og þolleysi, af stillingu og
°stillingu, seiglu og þreyjuleysi.
Ekki líkar mér þetta krit og kapp um landlæknisembættið. Per-
s°nan er í hávegum, en föðurlandið liggur til fóta. Mér mislíkar so
Vl heiminn stundum, Þórhallur minn; hann er so skelfilega fullur
osanngirni og eigingirni. Þegar lagt væri á metin: náúngans
^rleikinn og föðurlandsástin og so eigingirnin, hvernig skyldu
I a hlutföllin verða í tölum? Ætli það yrði ekki líkt eins og yrkt
and móti óyrktu á íslandi.
g er alveg yður samdóma um ,,að undir niðri sé yfirráðin yfir
Uez-skurðinum“ aðalástæðan hjá Engl. til að berja á Ægyptum.