Saga - 1981, Qupperneq 174
172
GUNNAR BENEDIKTSSON
sín, ef hann þyrfti styrks við. Er þar skemmst frá að segja, að
Steinþór tekur Hávarði og föruneyti hans opnum örmum, og
dvelja þeir þar næsta vetur í dýrlegum fagnaði. En þar kom, að
vistir þraut á Eyri, og kvaddi Steinþór þá gesti sína sér til fylgdar
til að afla nýrra fanga. Setja þeir fram skútu eina og sigla yfir
fjörðinn til Otradals.
Þá koma til sögunnar hjónin í Otradal. Þau eru rækilega kynnt,
áður en þau eru leidd inn á sviðið. Bóndinn hét Atli, en húsfreyjan
Þórdís, og var hún systir höfðingjans á Eyri. Sagan lýsir Atla af
mikilli nákvæmni, en sannarlega ekki sem neinu glæsimenni. Hún
segir: „Atli var manna minnstur og vesallegastur, og svo er sagt,
að þar eftir væri skaplyndi hans, að hann var hinn mesti vesa-
lingur, en var þó stórra manna og svo auðugur, að hann vissi varla
aura sinna tal; hafði Þórdís verið gift Atla til fjár.“ Og enn heldur
sagan áfram lýsingu á Atla, og öll hnígur hún í sömu áttina, að
ekki muni stórbrotinni konu af höfðingjaættum hafa gjaforðið
verið neitt girndarráð. Sagan segir: „Atli tímdi ekki að halda
vinnumenn; vann hann bæði nótt og dag slíkt er hann mátti.
Hann var og svo einþykkur, að hann vildi hvorki eiga við aðra
menn gott né illt... Hann átti útibúr mikið... Þar voru inni
hlaðar stórir og alls konar slátur, skreið og ostar og allt það, er
hafa þurfti.“ Og svo lýkur lýsingunni með því, að þetta yfirfulla
matarbúr var svefnhús þeirra hjóna: „Atli hafði þar gert sæng
sína, og lágu þau þar hverja nótt.“
Vikjum nú aftur að rás atburða. Morgun einn var Atli árla á
fótum, gekk út og sá til veðurs, „var hann bæði vesalmannlegur
og ljótur að sjá, sköllóttur og inneygður,“ segir sagan. Þá bar
fyrir augu hans skip, sem sigldi handan yfir fjörðinn og var komið
nærri landi. Þar sá hann að fór Steinþór mágur hans. Það varð
honum ekki fagnaðarefni, enda eflaust grunað, hverra erinda
væri farið. Vill hann nú umfram allt forðast fund mágs síns og
leitar þá á náðir heykleggja eins, sem stóð á túninu, og veltir
honum ofan á sig.
Steinþór gengur til bæjar, er þeir koma að landi, og fagnar hús-
freyja vel bróður sínum. Hann spyr eftir bónda, og er hans leitað,
en árangurslaust. Húsfreyja spyr erinda, og að svari fengnu segir