Saga - 1981, Page 176
174
GUNNAR BENEDIKTSSON
þá fram að sænginni, og er Atli sér hann, stendur hann upp og
fagnar honum.“
Ég leyfi mér að gera ráð fyrir, að það hafi ekki farið fram hjá
athugulum lesanda, hvað gerzt muni hafa undir sænginni í úti-
búrinu í Otradal og olli hinum skyndilegu veðrabrigðum í skapi
nirfilsins, sem komið hafði að búri sínu ruddu. Frásögnin lætur
ekki mikið yfir sér sem kynlífssaga. Hún hefur líka farið fram hjá
furðumörgum lesendum íslendingasagnanna og einnig þeim, sem
maður skyldi sízt ætla fyrir sakir þeirra lærdóms í fræðunum. En
hún er í riti, sem ekki hefur freistað fræðimanna til vandlegrar
yfirvegunar. í þeim efnum gegnir öðru máli um Njálu, Laxdælu
og Grettlu.
Frásögnin í Hávarðarsögu sameinar tvö sérkenni kynlífs-
frásagna í íslendingasögunum, og eru þau hvergi hreinni og skýr-
ari. Annað er hófsemi í málfari og lýsingum. Frásagnirnar nálgast
sjaldan það, sem i venjulegu tali er nefnt klám. í Hávarðarsögu er
ekki eitt einasta orð að finna, sem vakið gæti hneykslun í hinu
viðkvæmasta teprueyra. Ein lítil þagnarstund á réttu augnabliki er
gerð að leynilykli leyndardóms bráðra umskipta frá fúlli ólund og
ruddalegri geðvonzku til barnslegrar gleði og útausandi hjartan-
legs fagnaðar. Og svo vandlega var lykill leyndardómsins falinn,
að mér er ekki kunnugt um, að nokkur hafi fundið ástæðu til að
vekja eftirtekt á frásögninni og list hennar, þótt hún öldum saman
hafi verið lesin oft og mörgum sinnum yfir hverri kynslóð.
Annað sérkenni kynlífsfrásagna íslendingasagna er það, hve vel
þær falla að umhverfi sínu í sögunum. Þær eru þræðir í verkinu
sem heild, skerpa svipmót frásagnarinnar og geta ráðið úrslitum á
örlagastundum. Fræg er frásögnin af viðureign Grettis við grið-
konuna á Reykjum á Reykjaströnd, sem gerði spé að honum fyrir
það, hve lítt hann var vaxinn niðri, en frýði þó ekki á hann, um
það er lauk. Frásögnin bregður léttri glettni yfir hið kaldsama
afreksverk Grettis að synda til lands úr Drangey og brá ljósi yfir
það, að hann hafði ekki tekið það allt of nærri sér. Kynlífsfrá-
sagnir í Njálu eru allar alvarlegri og spinna sterkari þræði í örlaga-
vef verksins. Þar ræðir um skilnaðarmál þeirra Hrúts Herjólfs-
sonar og Unnar Marðardóttur. Unnur krefst skilnaðar fyrir þá