Saga - 1981, Page 177
„MIKLA GERSEMI Á ÉG“
175
sök, að Hrútur má ekki eiga hjúskaparfar við hana, þar sem
hörund hans var svo mikið, að hann mátti ekkert eftirlæti hafa
yið hana. Þeirra tíma hallærisgæjar færðu það til þess máls, að
hann hefði ekki sorðið hana, og hygg ég, að þar sé grófast að orði
komizt að nútímasmekk. Samlífsófarir þeirra Hrúts og Unnar
attu upptök sín í álögum Gunnhildar, hinnar norsku konungamóð-
Ur, og kynlífsfrásögnin því komin í tengsl við alþýðutrú á seið og
galdra, og svo draga þær eftir sér langa örlagaslóða víðsvegar um
söguna, sem talin er meðal mestu listaverka heimsbókmenntanna.
Það varðar í fyrsta lagi eftirlæti sögunnar, Gunnar á Hlíðarenda,
1 Ýmiss konar afbrigðum. Það leiddi til fjandskapar höfðingja
Dalamanna við Gunnar, sem gerðist forleikur tengda, sem varð
gúdur þáttur harmsögu hans.
Hitt verður þó enn örlagaríkara, að eftir skilnað þeirra Unnar
°g Hrúts gefst hún Valgarði gráa og fæðir honum Mörð þann, sem
við Islendingar höfum gert að tákni hins lævísasta undirferlis og
rógburðar. í fyrsta lagi skipar hann sér í fjandaflokk Gunnars á
Hlíðarenda og gerist ráðbani hans. Síðar verður hann örlagavald-
Ufinn í harmsögunni um Höskuld Hvítanesgoða, brennu Njáls,
vopnaviðskipti alls þingheims í sjálfum véum Þingvallar og síðan
blóðugan hefndarferil út um víða veröldu. Þá má í þessu sam-
bandi minnast þess, hvílíkur örlagavaldur það gerðist í sögunni, er
^íga-Hrappur lagðist með dóttur Guðbrands í Dölum úti í norsk-
Ulu skógarrunna. Þar lágu rætur að fjandskap Þráins og
Kiálssona, og greinir þess falla svo í eitt með áðurnefndum
örlagaþáttum Vörsabæjar og Bergþórshvols.
En hvergi í íslendingasögunum er listilegar og á fjölbreytilegri
hátt fléttað utanum mikilvægi hjúskaparfarsins en í sögu Há-
varðar ísfirðings. í fyrsta lagi greiðir það fullkomlega úr vanda
l'ðandi stundar. Björgin til söguhetjunnar, sem áður var stimpluð
Seiu ránsfengur, er í einni svipan afhent sem vinargjöf. í öðru lagi
er vesalmennið, sem fyrst er leitt fram á sjónarsviðið, innan lítillar
stundar orðið ein af hetjum sögunnar. Þegar Steinþór riður til
b'ngs til að verja mál umbjóðanda síns, þá felur hann Atla hinum
htla mági sínum hann til varðveizlu, ef hinir voldugu óvinir skyldu